Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2016

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011. Sumarið, 2012, varð Haraldur Franklín bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik! …. sá fyrsti úr röðum GR til að vinna Íslandsmeistara-titilinn í höggleik í 27 ár!! Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2016 | 14:00

Day hefir áhyggjur af Spieth

Nr. 3 á heimslistanum Jason Day hefir áhyggjur af nr. 1 Jordan Spieth. Day sagði í viðtali fyrir Arnold Palmer Invitational að hann hefði áhyggjur af vinnuelju Jordan Spieth. Varðandi það að Spieth væri nr. 1 þá sagði Day: „Vitið þið að fást við allt þetta er erfitt. Ég held að það stærsta sé að taka áskoruninni að vera nr. 1 því þegar maður lítur á frægðarhöllina þá er enginn þar sem er hræðilegur og fyrir hann, ég meina hann á svo langan feril framundan.“ „Ég hef áhyggjur af honum vegna þess að ég veit ekki hvort hann hafi kannski ekki verið að spila of mikið og hann er að gera Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2016 | 10:00

Þú áttir örugglega meira spennandi þriðjudagskvöld en Rory

Hvað gerðir þú s.l. þriðjudagskvöld? Borðaðir? Horfðir þú á enska boltann? Vaskaðir þú upp? OK, þannig að þetta eru þessi hversdagslegu atriði sem allir gera. En það gæti svo sem verið að þriðjudagskvöldið hafi verið svo miklu meira spennandi en hjá nr. 2 á heimslistanum,  Rory McIlroy. Fjórfaldi risamótssigurvegarinn, sem spilar í þessari viku á Arnold Palmer Invitational, sem hefst á morgun var í gærkvöldi á herbergi sínu á Bay Hill, horfði á útsendingu um prófkjörið í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, pantaði sér mat og vann í …. risastóru pússluspili???? Það var a.m.k. það sem hann birti á Instagram síðu sinni, pússluspilið sem hann var að reyna að koma saman, sem og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingar dagsins: Gerður Guðrúnar, Stefán Már og Íris Lorange – 15. mars 2016

Það eru Gerður Guðrúnar, Stefán Már Stefánsson og Íris Lorange Káradóttir, seru eru afmæliskylfingar dagsins. Gerður er fædd 15. mars 1955 og á því 60 ára merkisafmæli í dag! Stefán Már er fæddur 15. mars 1985 og á 31 árs afmæli í dag! Íris er fædd 15. mars 2000 og á því 16 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Gerður Guðrúnar F. 15. mars 1955 (61 árs) Stefán Már Stefánsson 15. mars 1985 (31 árs) Íris Lorange Káradóttir 15. mars 2000 (16 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Ásgeirsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni í 13. sæti á Seminole Intercollegiate

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 13. sæti á háskólamóti sem fram fór á Southwood vellinum í Bandaríkjunum. Guðmundur lék hringina þrjá á Seminole Intercollegiate meistaramótinu á -2 samtals (74-72-68). Lokahringurinn var góður hjá Guðmundi sem hann lék á -4 en þar fékk hann alls sex fugla. Guðmundur Ágúst er á lokaári sínu hjá East Tennesse State háskólaliðinu. Til þess að sjá lokastöðuna á Seminole Intercollegiate meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2016

Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 27 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur sigraði á Border Olympics!!!

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarson, GKG, og the Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette kepptu á Border Olympics golfmótinu. Mótið fór fram í Laredo CC í Texas 11. – 12. mars s.l. Þátttakendur voru u.þ..b. 100 frá 18 háskólum, þannig að um fremur stórt mót var að ræða. Haraldur Franklín sigraði á stórglæsilegan máta, lék á 10 undir pari, 134 höggum (66 68) og var sá eini sem átti tvo hringi undir 70!  Á fyrri hringnum fékk Haraldur Franklín 7 fugla og 1 skolla en á þeim síðari 5 fugla og 1 skolla. Með þessum sigri vann Haraldur Franklín einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu í 2. sinn en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 12:00

Pro Golf: Þórður Rafn varð í 28. sæti

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék á einu höggi undir pari samtals á þýsku ProGolf atvinnumótaröðinni sem fram fór í Marokkó. Þórður lék lokahringinn á 74 höggum eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 70 og 71 höggi. Hann endaði í 28. sæti og var ellefu höggum frá efsta sætinu en franskur kylfingur stóð uppi sem sigurvegari. Þetta var sjötta mótið hjá Þórði á þessu tímabili á ProGolf mótaröðinni en mótaröðin er í hópi þriðju sterkustu atvinnumannadeilda í Evrópu á eftir Áskorendamótaröðinni og sjálfri Evrópumótaröðinni.


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 10:00

GA: Áframhaldandi samstarfssamningur við Landsbankann

Þann 10. mars s.l. var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur GA við Landsbankann. Landsbankinn hefur verið dyggur samstarfsaðili GA undanfarin ár og á þvi verður engin breyting og var skrifað undir samning til næstu tveggja ára. GA þakkar Landsbankanum kærlega fyrir veittan stuðning og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 08:45

PGA: Schwartzel sigraði á Valspar e. bráðabana við Haas

Það var Charl Schwartzel sem stóð uppi sem sigurvegari á Valspar Open. Schwartzel lék á samtals 7 undir pari, 277 höggum (71 70 69 67). Schwartzel var jafn Bill Haas eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Schwartzel sigraði á 1. holu bráðabanans; fékk par meðan Haas var á skolla. Til þess að sjá lokastöðuna á Valspar Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings Valspar Open SMELLIÐ HÉR: