Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 08:45

PGA: Schwartzel sigraði á Valspar e. bráðabana við Haas

Það var Charl Schwartzel sem stóð uppi sem sigurvegari á Valspar Open.

Schwartzel lék á samtals 7 undir pari, 277 höggum (71 70 69 67).

Schwartzel var jafn Bill Haas eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Schwartzel sigraði á 1. holu bráðabanans; fékk par meðan Haas var á skolla.

Til þess að sjá lokastöðuna á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Valspar Open SMELLIÐ HÉR: