Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2016 | 10:00

Þú áttir örugglega meira spennandi þriðjudagskvöld en Rory

Hvað gerðir þú s.l. þriðjudagskvöld?

Borðaðir? Horfðir þú á enska boltann? Vaskaðir þú upp? OK, þannig að þetta eru þessi hversdagslegu atriði sem allir gera.

En það gæti svo sem verið að þriðjudagskvöldið hafi verið svo miklu meira spennandi en hjá nr. 2 á heimslistanum,  Rory McIlroy.

Fjórfaldi risamótssigurvegarinn, sem spilar í þessari viku á Arnold Palmer Invitational, sem hefst á morgun var í gærkvöldi á herbergi sínu á Bay Hill, horfði á útsendingu um prófkjörið í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, pantaði sér mat og vann í …. risastóru pússluspili????

Það var a.m.k. það sem hann birti á Instagram síðu sinni, pússluspilið sem hann var að reyna að koma saman, sem og matinn sem hann pantaði. Spennandi???