Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur sigraði á Border Olympics!!!

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarson, GKG, og the Ragin Cajuns, golflið Louisiana Lafayette kepptu á Border Olympics golfmótinu.

Mótið fór fram í Laredo CC í Texas 11. – 12. mars s.l.

Þátttakendur voru u.þ..b. 100 frá 18 háskólum, þannig að um fremur stórt mót var að ræða.

Haraldur Franklín sigraði á stórglæsilegan máta, lék á 10 undir pari, 134 höggum (66 68) og var sá eini sem átti tvo hringi undir 70!  Á fyrri hringnum fékk Haraldur Franklín 7 fugla og 1 skolla en á þeim síðari 5 fugla og 1 skolla.

Með þessum sigri vann Haraldur Franklín einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu í 2. sinn en það hefir aðeins 4 íslenskum kylfingum tekist þ.e. Sig­mund­i Ein­ari Más­syni, GKG; Krist­ni G. Bjarna­syni, GR og Guðmund­i Ágúst Kristjáns­syni, RG.

Kristján Þór Ein­ars­son, GM hefir oftast sigrað á  há­skóla­mótum í Bandaríkjunum eða samtals þrisvar sinnum.

Ragnar Már varð T-22 á samtals 1 undir pari, 143 höggum (75 68).

Til þess að sjá lokastöðuna á Border Olympics SMELLA HÉR:

Næsta mót Haralds Franklín og Ragnars Más er Lone Star Inv. 21. mars n.k. , sem fer fram í Texas.