Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2016

Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 27 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC.

Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Besti árangur hennar á 1. keppnistímabilinu var T-33 á Ladies Irish Open. Charlie spilaði á LET 2012 og 2013.

Til þess að sjá heimasíðu Charlie smellið HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert (Bob) Charles, 14. mars 1936 (80 merkisafmæli); Vikki Laing, 14. mars 1981 (35 ára – skosk á LET); Claire Louise Aitken, 14. mars 1986 (30 ára stórafmæli) …. og …..

Anna Toher , GM
F. 14. mars 1960 (56 ára)

Bústoð Ehf
F. 14. mars 1975 (39 ára)

Garðar Snorri Guðmundsson
F. 14. mars 1980 (36 ára)

Helga Vala Helgadóttir
F. 14. mars 1972 (44 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is