Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2016

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011.

Sumarið, 2012, varð Haraldur Franklín bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik! …. sá fyrsti úr röðum GR til að vinna Íslandsmeistara-titilinn í höggleik í 27 ár!!

Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Antalya í Tyrklandi, í október 2011 Sveit GR hafnaði í 15. sæti og lék Haraldur Franklín best í sveit GR.

Jafnframt var Haraldur Franklín ásamt þeim Axel Bóassyni, GK og Rúnari Arnórssyni, GK í liði Íslands á heimsmóti áhugamanna (Eisenhower Trophy) nú í október 2012, en liðið hafnaði í 27. sæti og var enn á ný spilað í Antalya í Tyrklandi.

Árin 2013 og 2014 spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni og sigraði m.a. á Securitas-mótinu úti í Vestmannaeyjum.

Sigurvegarar Securitas mótsins 9. júní 2013, Haraldur Franklín Magnús, GR og Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net

Sem stendur er Haraldur Franklín við nám Louisiana Lafayette, þar sem hann spilar með golfliði skólans, The Raging Cajuns. Hann náði þeim glæsilega árangri nú nýverið, þ.e.  að sigra í einstaklingskeppni á Border Olympics háskólamótinu í Texas – Sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Haraldur Franklín er auk þess í afrekshóp GSÍ, völdum af landsliðsþjálfaranum í golfi, Úlfari Jónssyni.

Sjá má viðtal Golf 1 við Harald Franklín með því að SMELLA HÉR: … og komast má á facebook síðu Haraldar til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Haraldur Franklín Magnús

Haraldur Franklín Magnús  (25 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lucy Barnes Brown, f. 16. mars 1859 (Vann fyrsta US Women´s Amateur); Richard Tufts, f. 16. mars 1896; Hollis Stacy, 16. mars 1954 (62 árs); Vincent Tshabalala, 16. mars 1943 (73 ára); Simon Yates, 16. mars 1970 (46 ára); Joakim Bäckström, 16. mars 1978 (38 ára); Bud Cauley, 16. mars 1990 (26 ára)… og …

Guðný Ævarsdóttir (53 ára)

F. 16. mars 1963

Sigga Sif Sævarsdóttir (48 ára)

F. 16. mars 1968

Anna Sigriður Magnúsdóttir

F. 16. mars

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is