Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2016 | 14:00

Day hefir áhyggjur af Spieth

Nr. 3 á heimslistanum Jason Day hefir áhyggjur af nr. 1 Jordan Spieth.

Day sagði í viðtali fyrir Arnold Palmer Invitational að hann hefði áhyggjur af vinnuelju Jordan Spieth.

Varðandi það að Spieth væri nr. 1 þá sagði Day: „Vitið þið að fást við allt þetta er erfitt. Ég held að það stærsta sé að taka áskoruninni að vera nr. 1 því þegar maður lítur á frægðarhöllina þá er enginn þar sem er hræðilegur og fyrir hann, ég meina hann á svo langan feril framundan.

Ég hef áhyggjur af honum vegna þess að ég veit ekki hvort hann hafi kannski ekki verið að spila of mikið og hann er að gera mikið af hlutum í golfinu og hefir skyldum að gegna gagnvart styrktaraðilum og hann gæti bara ofgert sér í gegnum feril sem hann vill ekki vera í vilji þ.a.l. ekki vera á golfvellinum. „

Spieth, sem ekki verður með á Bay Hill hefir þegar keppt á 7 mótum á árinu, en Day hefir aðeins spilað í 4 mótum.