Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni í 13. sæti á Seminole Intercollegiate

Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 13. sæti á háskólamóti sem fram fór á Southwood vellinum í Bandaríkjunum.

Guðmundur lék hringina þrjá á Seminole Intercollegiate meistaramótinu á -2 samtals (74-72-68).

Lokahringurinn var góður hjá Guðmundi sem hann lék á -4 en þar fékk hann alls sex fugla.

Guðmundur Ágúst er á lokaári sínu hjá East Tennesse State háskólaliðinu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Seminole Intercollegiate meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: