Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 06:30
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-13 á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State tóku þátt í Dr. Donnis Thompson Inv. á Hawaii. Mótið fór að venju fram á Kaneohe Klipper á Hawaii og spilað var að þessu sinni 22.-24. mars 2016. Guðrún Brá lék á samtals 4 yfir pari 220 höggum (76 72 72) og deldi 13. sætinu ásamt 3 öðrum. Guðrún Brá var best í liði Bulldogs þ.e. skólaliði Fresno State og má sjá umfjöllun á heimasíðu skólans um Guðrúnu Brá með því að SMELLA HÉR: Sigurvegari mótsins lék á 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Dr. Donnis Thompson Inv. SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er Rebel Intercollegiate, sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Liebelei Elena Lawrence; Axel Óli Ægisson og Jónas Þórir Þórisson – 28. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír. Fyrstan ber að nefna Jónas Þóri Þórisson, en hann er fæddur 28. mars 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Síðan á Axel Óli Ægisson, 40 ára stórafmæli en hann er fæddur 28. mars 1976. Þriðji afmæliskylfingurinn er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 30 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Luke List (7/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 44. sætinu er Luke List. Luke List fæddist 14. janúar 1985 í Seattle, Washington og er því 31 árs. Á háskólaárum sínum var List í Valderbilt háskólanum, þar sem hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði skólans. Hann útskrifaðist úr skólanum 2007 með gráðu í human and organizational developement. Sama ár gerðist List atvinnumaður í golfi. Systir List, Bekah, var í golf og sundliði Whitworth University. Önnur systir List, Sarah, var í 4 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 12:00
GA: Hugleiðing formanns GA

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar má finna eftirfarandi hugleiðingu frá Sigmundi Ófeigssyni formanni GA: „Mikið og öflugt starf hefur verið í vetur hjá GA og hafa starfsmenn GA ekki slegið slöku við. Ágúst framkvæmdastjóri og hans lið hefur lagt mikið á sig við að veita klúbbmeðlimum aukna þjónustu bæði niður í Golfhöll og einnig hefur mikið starf verið unnið að Jaðri. Að Jaðri hafa verið stór og mikil verkefni í gangi jafnt innan sem utan húss. Þessi verkefni hófust strax á haustmánuðum. Þar má helst telja endurbætur á eldhúsi, veislusalurinn var allur tekinn í gegn, parketlagður og málaður og nú er verið að taka kjallarann algerlega í gegn þar sem snyrtingar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 10:00
LPGA: Lydia Ko sigraði á Kia Classic

Það var nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, sem sigraði á Kia Classic mótinu. Lydia lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 67 67 67). Í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir Ko varð fyrrum nr. 1 á heimslistanum Inbee Park á samtals 15 undir pari (67 69 70 67). Enn ein sem vermt hefir efsta sæti Rolex-heimslistans og hefir ekki sést í lengri tíma í efstu sætum, varð í 3. sæti en það er hin japanska Ai Miyazato. Hún lék á samtals 12 undir pari (6772 71 66) og átti glæsilegan lokahring eins og sá má sem fleytti henni í efsta sætið! Til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2016 | 08:00
GKG: Eva María fór holu í höggi í æfingaferð

Eva María Gestsdóttir, GKG, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í æfingaferð GKG á Morgado – Alamos vellinum í Portúgal. Eva náði draumahögginu á 3. holu og notaði hún 5-járn. Um var að ræða svokallað „basket“ högg, en það er golfmálið þegar boltinn flýgur beint í holuna án þess að rúlla. Eva María, sem er aðeins 12 ára, náði þarna draumahögginu í annað sinn á ferlinum. Gestur pabbi hennar keypti lítinn glerkassa fyrir kúluna þegar hún fór holu í höggi í fyrsta sinn og ætlar að kaupa annan eins fyrir kúluna sem hún notaði núna. Spurning hvort hann ætti ekki að kaupa eins og 12 stykki til Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 18:00
Gleðilega páska 2016!

Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 4 1/2 ár og á þeim tíma hafa tæp 15.000 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, þ.e. golffréttir á ensku, þýsku og íslensku, sem gerir að meðaltali u.þ.b. 9,5 golffréttir á dag. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Í dag, Páskadag, fer Golf 1 í stutt páskafrí og birtast engar fréttir aftur fyrr en á morgun 2. í páskum. Gleðilega páska!
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 13:40
Ko efst fyrir lokahring Kia Classic

Nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko er efst á á Kia Classic mótinu eftir 3 leikna hringi, en lokahringurinn fer fram síðar í dag. Ko er búin að spila á samtals 14 undir pari. 3 deila 2. sætinu 3 höggum á eftir nr. 1, eða á 11 undir pari, hver. Þetta eru þær Brittany Lang, Sung Hyun Park og Jenny Shin. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á Kia Classic með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 13:30
GSG: Úrslit í páskamóti Nóa Síríus og GSG

Alls mættu 55 kylfingar til leiks á Kirkjubólsvöll, í gær 26. mars 2016. Allir voru ræstir út á sama tíma og var veðrið alveg ágætt. Þegar leiknar höfðu verið um 2 holur fór aðeins að rigna og eftir um 5 holur þá fór að koma smá slydda og að lokum snjóaði og hættu allir leik á bilinu eftir 7-10 holur…. allt orðið hvítt. Þá var þrammað í Golfskálann og þar beið kaffi, vöfflur o.fl. ásamt því sem allir kylfingar fengu fría sveppasúpu. Ákveðið var að draga alla vinninga út úr skorkortum. Þar voru 15 páskaegg og einnig 5 Gjafabréf upp á 5 hringi á Kirkjubólsvelli fyrir 2. Einnig var ákveðið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2016 | 12:00
Tæplega 300 skráðir á golfmót um páskana

Tæplega 300 kylfingar hafa skráð sig til leiks á golfmótum sem fram fara á um Páskáhátíðina. Golfsumarið 2016 fer snemma af stað og koma golfvellir landsins vel undan vetrinum. Fyrstu opnu golfmót tímabilsins fara fram á Skírdag á Suðurnesjum. Rúmlega 150 keppendur eru skráði til leiks á Páskamót GS á Hólmsvell í Leiru og tæplega 100 á Páskamót sem fram fer á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Það eru tvö önnur mót á dagskrá um Páskana, laugardaginn 26. mars á Kirkubólsvelli, og á Páskadag á Þverárvelli á Hellishólum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

