Evróputúrinn: Otaegui sigraði á Andalucia Masters mótinu
Það var heimamaðurinn Adrian Otaegui, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, dagana 13.-16. október 2022, þ.e. Estrella Damm N.A Andalucia Masters. Mótsstaður var Real Club Valderrama í Sotogrande, Andaluciu á Spáni. Sigurskor Otaegui var 19 undir pari, 265 högg (67 66 64 68). Otaegui átti heil 6 högg á Svíann Joakim Lagergren, sem varð í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Andaluciu Masters með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els – 17. október 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigfús Ægir Árnason, 17. október 1954 (68 ára); Blaine McCallister, 17. október 1958 (64 ára); Stefán S. Arnbjörnsson, 17. Lesa meira
LET: Lexi sigraði í einstaklingskeppninni í Aramco Team Series New York og lið Gustavson liðakeppnina!
Mót vikunnar á LET að þessu sinni var Aramco Team Series; en í því er keppt bæði í einstaklings- og liðakeppni. Í einstaklingskeppninni er hefðbundinn 3 hringja höggleikur og í liðakeppninni er keppt í 4 manna liðum. Úrslitin urðu þau að í einstaklingskeppninni sigraði Lexi Thompson. Sigurskor Lexi var 11 undir pari, 205 högg (71 65 69). Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: Í liðakeppninni sigraði lið Jóhönnu Gustavsson. Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: Mótsstaður var Trump Golf Links at Ferry Point í New York og var keppt dagane 13-14. október sl. í liðakeppninni og 13.-15. október sl. í einstaklingskeppninni.
Afmæliskylfingur dagsins: Arnór Tumi Finnsson og Stefán Teitur Þórðarson – 16. október 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru Stefán Teitur Þórðarson, GL og Arnór Tumi Finnsson, GB. Þeir eru báðir fæddir í dag árið 1996 og því 26 ára. Komast má á facebook síðu Stefáns Teits til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Stefán Teitur Þórðarson – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!! Arnór Tumi Finnsson – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM 16. október 1951 (71 árs); Val Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (41/2022)
Þrír stuttir á ensku: 1 When is it too wet to play golf? When your golf cart capsizes 2 A player asked his golf coach: “What is going wrong with my game?” The coach replied, “You’re standing too close to the ball after you’ve hit it.” 3 What did the driver yell at the golf cart that cut him off? Kiss my putt!
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir – 15. október 2022
Afmæliskylfingur dagsins á Golf 1 er atvinnukylfngurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 15. október 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Ólafía spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennagolfliði Wake Forest (2010-2014). Ólafía er fyrirmynd og brautryðjandi í íslensku kvennagolfi á svo óramarga vegu. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari í holukeppni 2013 og Íslandsmeistari höggleik 2014 og 2016. Hún er sá íslenski kvenkylfingur og reyndar bara kylfingur almennt, sem spilað hefir í flestum risamótum. Besti árangur Ólafíu Þórunnar í risamótum var á Evían, en þar varð hún T-48 og komst fyrst íslenskra kylfinga í gegnum niðurskurð á risamóti!!! Ólafía Þórunn er sá íslenski kvenkylfingur sem hefir náð hæst Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (6/50) : Kevin Yu
Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour. Sá fimmti, sem kynntur verður er Kevin Yu, en hann varð í 20. sæti. Kevin Yu er fæddur í Taoyuan í Taíwan, 11. ágúst 1998 og er því 24 ára. Yu lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Arizona State University. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2021. Meðal áhugamála Yu utan golfsins eru veiðar. Í dag býr Yu í Scottsdale, Arizona.
Afmæliskylfingur dagsins: Lilia Vu – 14. október 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Lilia Vu. Vu er fædd 14. október 1997 í Fountain Valley, Kaliforníu og á því 25 ára stórafmæli í dag! Hún er ekki há í loftinu, aðeins 1,63 m á hæð. Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA. Meðan hún var í liði UCLA vann hún 8 sinnum einstaklingskeppnir, sem er það mesta í sögu kvennaliðs UCLA. Meðan hún var UCLA Bruin var hún valin PING WGCA leikmaður ársins 2018, Pac-1 Conference leikmaður ársin og eins var hún meðal þeirra sem tilnefnd voru til Honda Award. Annar heiður sem henni hlotnaðist á háskólaárunum var að verða þrefaldur WGCA First Team All-American og All-Pac 12 performer. Vu Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (5/50): Harrison Endycott
Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour. Sá fimmti, sem kynntur verður er Harrison Endycott, en hann varð í 21. sæti. Harrison Endycott fæddist 26. maí 1996 í Sydney, Ástralíu og er því 26 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2017. Hann byrjaði á Ástralasíutúrnum var síðan 2018 og 2019 á Suður-ameríska PGA (Latino America) og 2020 var hann kominn með spilaréttindi á Korn Ferry Tour. Endycott segir uppáhaldsgolfminningu sína vera þegar hann var í ástralska golflandsliðinu, sem vann Eisenhower Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Kristófer Orri Þórðarson og Páll Pálsson – 13. október 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Kristófer Orri Þórðarson og Páll Pálsson. Hann er fæddur 13. október 1972 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Páls til þess að óska honum til hamingju með daginn hér neðan: Páll Pálsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og er því 25 ára í dag. Komast má á facebooksíðu Kristófer Orra til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Kristófer Orri – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (78 Lesa meira










