
Afmæliskylfingur dagsins: Lilia Vu – 14. október 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Lilia Vu. Vu er fædd 14. október 1997 í Fountain Valley, Kaliforníu og á því 25 ára stórafmæli í dag!
Hún er ekki há í loftinu, aðeins 1,63 m á hæð.
Hún lék í bandaríska háskólagolfinu með liði UCLA.
Meðan hún var í liði UCLA vann hún 8 sinnum einstaklingskeppnir, sem er það mesta í sögu kvennaliðs UCLA.
Meðan hún var UCLA Bruin var hún valin PING WGCA leikmaður ársins 2018, Pac-1 Conference leikmaður ársin og eins var hún meðal þeirra sem tilnefnd voru til Honda Award. Annar heiður sem henni hlotnaðist á háskólaárunum var að verða þrefaldur WGCA First Team All-American og All-Pac 12 performer.
Vu var í sigurliði Bandaríkjanna í Curtis Cup 2018 (þar sem hún halaði inn 4 stig) og eins var hún í liði Bandaríkjanna í Arnold Palmer Cup og í USA World Amateur liðunum.
Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og var 2019 nýliðaár hennar á mótaröðinni.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (82 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (66 ára); Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, 14. október 1963 (59 ára); Ásta Óskarsdóttir, GR, 14. október 1964 (58 ára); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (39 ára); Mireia Prat, 14. október 1989 (33 ára); Barnaföt Og Fleira Sala (43 ára); Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (61 árs) ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023