Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2022 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð T-11 á British Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR lauk leik jafn í 11. sæti á British Challenge mótinu sem fór fram á St. Mellion Estate vellinum í Cornwall í Englandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Þetta var 17. mótið á þessu ári á Áskorendamótaröðinni hjá Haraldi Franklín. Haraldur var í góðri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, jafn í 4. sæti, en hann lauk leik á 2 höggum undir pari samtals (68  71  74 73) og hækkar um 10 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar. Sigurvegari mótsins varð Skotinn Euan Walker, sem lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (71 66 72 71). Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir og Cristie Kerr – 12. október 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir og Cristie Kerr. Ragnheiður Adda er fædd 12. október 1957 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Cristie er fædd 12. október 1977 og því 45 ára afmæli í dag. Hún er nr. 368 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má eldri samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Freydís Ágústa Halldórsdóttir (57 ára); Todd Gibson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2022 | 18:00

PGA: Tom Kim sigraði á Shriners Children´s Open

Það var Tom Kim, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour dagana 6.-9. október 2022: Shriners Children’s Open. Mótið fór að venju fram á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada. Sigurskor Kim var 24 undir pari. Tveir deildu 2. sætinu: Matthew NeSmith og Patrick Cantlay, báðir 3 höggum á eftir Kim. Tom Kim (Kim Joo-hyung; á kóreönsku: 김주형;) er fæddur í Seúl, í Kóreu 21. júní 2002 og því 20 ára. Kim gerðist atvinnumaður í golfi 2018 og á í beltinu 11 sigra á 6 mótaröðum, þar af 2 á PGA Tour; en þetta er 2. sigur hans á PGA. Fyrri sigurinn kom á Wyndham Championship 7. ágúst nú Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og eiga því báðar 33 ára afmæli í dag. Heiða er í GM og klúbbmeistari GKJ 2012 og GM 2017 og Michelle Wie spilar á LPGA. Komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til hamingju með 33 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939); Fred Daly, f. 11. október 1911 – d. 18. nóvember 1990 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Rahm sigraði á Opna spænska

Mót vikunnar á Evrópumótaröð karla var acciona Open de España presented by Madrid. Mótið fór fram dagana 6.-9. október 2022 í Club de Campo Villa de Madrid, í Madrid, á Spáni. Sigurvegari mótsins var John Rahm og sigurskorið 25 undir pari, 259 högg (64 68 65 62). Rahm átti heil 6 högg á næsta keppanda, Frakkann Matthieu Pavon, sem lék á samtals 19 undir pari. Þetta er í 3. skipti sem Rahm sigrar á Opna spænska. Alls hefir Rahm nú sigraði 15 sinnum á atvinnumannsferli sínum og er þetta 8. sigur hans á Evróputúrnum. Sjá má lokastöðuna á Opna spænska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erna Hjaltested – 10. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Erna Hjaltested. Hún er fædd  10. október 1972 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Erna Hjaltested – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Galleri Ozone Selfossi (111 ára); Bruce Devlin, 10. október 1937 (84 ára); Rakel Kristjánsdóttir, GR, 10. október 1951 (71 árs); Craig Marseilles, 10. október 1957 (65 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (60 ára MERKiSAFMÆLI!!!); Bryn Parry, 10. október 1971 (51 árs); Gudlaugur Rafnsson, 10. október 1971 (51 árs); Golfara Sumar (47 ára); Johan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2022 | 18:00

LPGA: Jodi Ewart Shadoff sigraði á Mediheal mótinu

Það var enski kylfingurinn Jodi Ewart Shadoff, sem sigraði í LPGA MEDIHEAL meistaramótinu. Mótið fór fram dagana 6.-9. október 2022, í The Saticoy Club í Somis, Californíu. Sigurskor Ewart Shadoff var 15 undir pari, 273 högg (64 69 69 71). Í 2. sæti varð japanska stúlkan Yuka Saso, aðeins 1 höggi á eftir. Jodi Ewart Shadoff er fædd 7. janúar 1988 í Northallerton, Englandi og er því 34 ára. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of New Mexico. Árið 2011 var hún komin á LPGA og árið eftir (2012) einnig á LET.  Þessi sigur er fyrsti sigur hennar á LPGA. Sjá má lokastöðuna á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Annika Sörenstam og Sigríður Elín Þórðardóttir – 9. október 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Annika Sörenstam og Sigríður Elín Þórðardóttir. Sigríður Elín er fædd 9. október 1960 og á því 62 ára afmæli í dag. Hún er í GSS. Komast má á facebooksíðu Sigríðar Elínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Elín Þórðardóttir – 62 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Annika Sörenstam er kunnari en þurfi að segja hér í stuttri afmæliskveðju á 52 ára afmælisdegi hennar. Hún fæddist í Bro í Svíþjóð 9. október 1970. Annika byrjaði ung að spila golf ásamt Charlottu systur sinni, en þær tvær eru einu systurnar sem hafa unnið sér inn yfir $ 1.000.000 bandaríkjadala Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (40/2022)

Spyr einn kylfingurinn annan: „Heyrðirðu að þeir ætla að reka Sigga  úr golfklúbbnum?“ „Nei, af hverju?“ „Hann átti ástarfund með nýja ritaranum ​​í glompunni við 17. holu.“ „Og vegna þessa smáræðis á að reka hann úr klúbbnum?“ „Nei, vegna þess að hann rakaði ekki glompuna á eftir.„

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði East Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Hann hefir á undanförnum misserum spilað í mótum á Nordic Golf League mótaröðinni, Áskorendamótaröð Evrópu og Evrópumótaröð karla. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 30 ára – Innilega til Lesa meira