Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (42/2022)

Einn stuttur á ensku: „You are late for golf again Dave.“ „Yes, well being a Sunday, I had to toss a coin to see if I should go to church or go and play golf.“ „Okay, but why are you so late?“ Dave: „I had to toss it 20 times!“ ​

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sonja B Jónsdóttir – 22. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins, 22. október 2022 er Sonja B Jónsdóttir. Sonja er fædd 22. október 1952 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Sonja B Jónsdóttir –  70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Olof Loa Jonsd., 22. október 1948 (74 ára); Sonja B. Jónsdóttir, 22. október 1952 (65 ára); Júlíus Þór Tryggvason, 22. október 1966 (51 árs);  Adam Gee, 22. október 1980 (37 ára); Peter Tomasulo, 22. október 1981 (36 ára); Hár Expo Hársnyrtistofa, 22. október 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Þórður Ingi Jónsson, 22. október 1988 (29 ára); Kristinn Reyr Sigurðsson, 22. október 1996 (26 ára); Sign Skartgripir ….. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2022 | 20:00

NGL: Axel lauk keppni T-14 á Sydbank Road mótinu

Axel Bóasson, GK, er á meðal keppenda á lokamóti tímabilsins á Nordic atvinnumótaröðinni, „Sydbank Road to Europe Final – by Møn Golfresort“ sem fram fer dagana 19.-21. október. Þrefaldi Íslandsmeistarinn úr Hafnarfirði lék frábært golf á 1. hringnum af alls þremur eða 65 höggum. Hann var jafn í öðru sæti, aðeins höggi frá efsta sætinu eftir 1. dag. Axel fékk alls átta fugla 1. daginn og tapaði aðeins einu höggi. Hann lék síðustu 11 holur dagsins á 7 höggum undir pari vallar. Næstu tvo daga lék Axel á 71 og 72 höggum og lauk keppni á samtals 8 undir pari, 208 höggum (65 71 72) og T-14, sem er frábær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halla Birgisdóttir – 21. október 2022

Það er Halla Birgisdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Halla er fædd 21. október 1957 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Höllu til hamingju með merkiafmælið hér að neðan: Halla Birgisdóttir (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. 25. október 1910 – Anderson er m.a. frægur fyrir að sigra 4 sinnum á Opna bandaríska risamótinu þ.e. árin 1901, 1903, 1904 og 1905; Jimmy Anderson, 21. október 1910 – d. janúar 1986; Margrét Karlsdóttir, 21. október 1954 (68 ára);  Phillip Price, 21. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (8/50): Tyson Alexander

Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour. Sá áttundi, sem kynntur verður er Tyson Alexander en hann varð í 18. sæti. Tyson Alexander er fæddur 13. júlí 1988 í Gainsville, Flórída og er því 34 ára. Hann er 1.85 og 79 kg. Tyson er af mikilli golffjölskyldu: Pabbi hans Buddy Alexander sigraði áU.S. Amateur Championship árið 1986 og var golfþjálfari Florida Gators í 27 ár, en liðið sigraði m.a. í NCAA Division I árin 1993 og 2001.  Afi Tyson; Skip Alexander, var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Kristjánsson – 20. október 2022

Það er Kristján Þór Kristjánsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kristján Þór fæddist 20. október 1967 og á því 55 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er kvæntur Helgu Loftsdóttur. Komast má á facebooksíðu Kristjáns Þórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristján Þór Kristjánsson (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (68 ára); David Lynn, 20. október 1973 (49 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (42 ára); Danielle Kang, 20. október 1992 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!);  Þórir Jakob Olgeirsson 20. október 1991 (31 árs) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (7/50): Michael Kim

Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour. Sá sjöundi, sem kynntur verður er Michael Kim, en hann varð í 19. sæti. Michael Sangwon Kim fæddist 14. júlí 1993 í Seúl, Suður-Kóreu og er því 29 ára. Kim  var í Torrey Pines High School og lék síðan með golfliði University of California, Berkeley í bandaríska háskólagolfinu. Michael Kim er 1,8 m á hæð og 75 kg. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2013, eftir að hafa spilað sem áhugamaður bæði í Walker og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Louis Oosthuizen – 19. október 2022

Það er Louis Oosthuizen, sem er afmæliskylfingr dagsins. Hann er fæddur 19. október 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Oosthuizen sigraði m.a., s.s. allir muna á Opna breska risamótinu 2010. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stefán Már Stefánsson, prófessor, 19. október 1938 (84 ára); Hjörtur Sigurðsson, GA, 19. október 1956 (66 ára) ; Dawn Coe-Jones, 19. október 1960 (62 ára); Rúna Baldvinsdóttir, 19. október 1960 (62 ára); Brian H Henninger, 19. október 1963 (59 ára); Gaukur Kormáks, 19. október 1970 (52 ára); Kristvin Bjarnason, GB, 19. október 1971 (51 árs); Jamie Donaldson, 19. október 1975 (47 árs), Sara Margrét Hinriksdóttir, 19. október 1996 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2022 | 18:00

PGA: Keegan Bradley sigraði á ZOZO meistaramótinu

Mót vikunnar á PGA Tour var ZOZO Championship. Mótið fór fram dagana 13.-16. október s.l. og var mótsstaður Accordia Golf Narashino Country Club, í Chiba, Japan. Sigurvegari mótsins nú í ár var bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley. Sigurskor Bradley var 15 undir pari, 265 högg (66 65 66 68). Öðru sætinu deildu þeir Ricky Fowler og Andrew Putnam, báðir á samtals 14 undir pari. Sjá má lokastöðuna á ZOZO Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ársæll Steinmóðsson – 18. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ársæll Steimóðsson. Hann er fæddur 18. október 1961 og á því 61 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ársæll Steinmóðsson (61 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalsteinn Aðalsteinsson, 18. október 1964 (58 ára); Hanna Fanney Proppé, 18. október 1965 (57 ára); Nick O´Hern, 18. október 1971 (51 árs); Stephen Douglas Allan, 18. október 1973 (49 ára); Riko Higashio (東尾 理子 Higashio Riko), 18. nóvember 1975 (47 ára); Rafa Echenique, 18. október 1980 (42 ára); Arnór Þorri Sigurðsson, 18. október 1994 Lesa meira