Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2022 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2023 (6/50) : Kevin Yu

Nú verður fram haldið að kynna þá 25 kylfinga, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa orðið í einu af efstu 25 sætunum eftir reglulega tímabilið í 2. deildinni, þ.e. Korn Ferry Tour.

Sá fimmti, sem kynntur verður er Kevin Yu, en hann varð í 20. sæti.

Kevin Yu er fæddur í Taoyuan í Taíwan, 11. ágúst 1998 og er því 24 ára.

Yu lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Arizona State University.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2021.

Meðal áhugamála Yu utan golfsins eru veiðar.

Í dag býr Yu í Scottsdale, Arizona.