Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2022 | 20:00

LET: Dryburgh sigraði á TOTO Japan Classic

Það var skoski kylfingurinn Gemma Dryburgh, sem sigraði á TOTO Japan Classic. Mótið fór fram í Shiga, Japan, dagank 3.-6. nóvember 2022. Sigurskor Dryburgh var samtals 20 undir pari, 268 högg (71 – 67 – 65 – 65). Sigurinn var nokkur öruggur því Dryburgh átti heil 4 högg á heimakonuna Kana Nagai, sem varð í 2. sæti. Hin frábæra sænska Linn Grant varð síðan í 3. sæti á samtals 15 undir pari. Sjá má lokastöðuna á TOTO Japan Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Taylor – 6. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ben Taylor.  Hann er fæddur 6. nóvember 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Taylor ólst upp hjá foreldrum sínum Phil og Suzanne og á eldri systur, Katie. Pabbinn Phil var atvinnumaður á PGA Tour og á æfingasvæði þar sem Ben æfði sig í golfi. Frændi Ben Taylor er líka atvinnumaður á PGA Tour og kennir á æfingasvæðinu. Ben Taylor spilaði fótbolta, íshokkí, hafnarbolta, tennis og krikket þar til að einbeitti sér að golfinu 14 ára. Árið 2013 spilaði Taylor í Arnold Palmer Cup. Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Louisiana State University, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2015, með gráðu í íþróttastjórnun (sports Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (44/2022)

Þrír stuttir á ensku: 1 The definition of a „gimme“ can best be defined as an agreement between two golfers… neither of whom can putt very well. ​2 „I usually play a lot better than I am right now.“ 3 What’s the difference between a fisherman and a golfer? When a golfer lies, he doesn’t have to bring any proof home.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Jón Vilberg Guðjónsson og Einar Haukur Óskarsson – 5. nóvember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Jón Vilberg Guðjónsson og Einar Haukur Óskarsson. Jón Vilberg er fæddur 5. nóvember 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmælis- kylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Jón Vilberg Guðjónsson – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Einar Haukur Óskarsson er fæddur 5. nóvember 1982 og fagnar því 40 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmælis- kylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Einar Haukur Óskarsson – 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru:  Helga Braga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2022 | 18:00

Ragnhildur keppir á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, keppir á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki. Keppt er á 1. stigi úrtökumótsins dagana 10.-13. desember og er leikið á tveimur völlum á Real Golf La Manga Club á Spáni. Úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina hefur farið fram á Norður- og Suður völlunum á La Manga. Gera má ráð fyrir að keppendur verði um 150 á 1. stigi úrtökumótsins og komast 75 efstu áfram inn á lokaúrtökumótið. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Hún reyndi fyrir sér á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum fyrr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður er fædd 4. nóvember 1964 og á því 58 ára afmæli í dag! Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur. Aðalheiður er gift og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Benson, 4. nóvember 1986 (36 ára); Snyrti Og Nuddstofan Paradís (41 árs) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2022 | 18:00

Guðmundur Friðrik Sigurðsson látinn

Guðmundur Friðrik Sigurðsson er látinn. Hann fæddist í Reykjavík 28. júní 1946 og lést á Spáni 11. október 2022. Guðmund­ur var gift­ur Krist­ínu Hall­dóru Páls­dótt­ir hjúkr­un­ar­for­stjóra, sem lést 10. sept­em­ber 2020. Syn­ir Guðmund­ar eru þeir Jón­as Hag­an Guðmunds­son fædd­ur 1969 og Magnús Friðrik Guðmunds­son fædd­ur 1985. Eft­ir­lif­andi systkini Guðmund­ar eru þau Axel Jóns­son, Val­gerður Sig­urðardótt­ir, Ragn­heiður Sig­urðardótt­ir, Björg Sig­urðardótt­ir og Aðal­heiður Dóra Sig­urðardótt­ir. Guðmundur starfaði fyrir Flugleiðir í Danmörku eftir að hann lauk verslunarprófi Verzlunarskóla Íslands. Hann starfaði sem endurskoðandi mestan sinn starfsferil. Guðmundur var virkur í félagsstörfum, sér í lagi fyrir íþróttafélagið Hauka í Hafnarfirði og Golfklúbbinn Keili, ásamt stjórnarstörfum fyrir Handknattleikssamband Íslands og Golfsamband Íslands. Guðmundur var sömuleiðis félagi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 53 ára afmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson – Innilega til hamingju með 53 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (64 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (57 ára); Hk Konfekt (47 ára) Guðbjörg Þorsteinsd, 3. nóvember 1979 (43 ára); Laurie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2022 | 18:00

PGA: Seamus Power sigraði á Butterfield Bermuda meistaramótinu

Það var Seamus Power sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Butterfield Bermuda Championship. Mótsstaður var Port Royal golfvöllurinn, Southampton, á Bermuda, 24.-30. október 2022 Power lék á samtals 19 undir pari og átti 1 högg á Thomas Detry, sem varð í 2. sæti. Þrír kylfingar deildu síðan með sér 3. sætinu þ.á.m. einn nýliði á PGA Tour, sem Golf1 hefir kynnt nýlega: Kevin Yu – Sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Butterfield Bermuda Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karítas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2022

Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (81 árs); Anna Katrín Sverrisdóttir, 2. nóvember 1991 (31 árs) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira