GO fékk sjálfbærniverðlaun
Golfklúbburinn Oddur fékk sjálfbærniverðlaun Golfsambands Íslands fyrir árið 2022. Viðurkenning þess efnis var afhent á formannafundi Golfsambands Íslands sem fram fór laugardaginn 12. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er í annað sinn sem GSÍ veitir slíkt verðlaun til golfklúbbs á Íslandi en Keilir í Hafnafirði fékk verðlaunin árið 2021. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, afhenti verðlaunin ásamt Arlette Anderson, framkvæmdastjóra sjálfbærnis hjá R&A. Hulda sagði eftifarandi þegar viðurkenningin var afhent: „Golfklúbburinn Oddur starfar í anda hugmyndafræðinnar um sjálfbærni og sjálfbæra þróun. Urriðavöllur tekur mið af hrauninu og sérkenni landslagsins þar sem aðstaðan og umgengni er til fyrirmyndar. Klúbburinn er með GEO vottun og hefur unnið sjálfbærni að leiðarljósi í mörg ár. Þar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day – 12. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day, sem er sem stendur nr.113 á heimslistanum. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma hans frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað 17 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður; þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þau mót sem hann hefir unnið á PGA Tour eru: 1 HP Byron Nelson mótið 23. maí 2010 og hin 11 mótin: 23. Feb 2014 WGC-Accenture Match Play Championship e. 23 holu viðureign við Victor Dubuisson 3 8 .Feb 2015 Farmers Insurance Open 73-65-71-70=279 −9 sigur e. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir, Ólöf Baldursdóttir og Örvar Gunnarsson – 11. nóvember 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru fjórir: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir, Ólöf Baldursdóttir og Örvar Gunnarsson. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og á því 55 ára afmæli! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson! Innilega til hamingju með 55 ára afmælið! Halla Bjarnadóttir er fædd 11. nóvember 1967 og á því 55 ára afmæli í dag! Hún er frá Kirkjubæjarklaustri en býr í Reykjavík. Komast má á facebook síðu Höllu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Elsku Halla Bjarnadóttir! Innilega til hamingju með 55 ára afmælið!!! Eins Lesa meira
Evróputúrinn: Bjarki og Guðmundur Ágúst hefja leik í dag á lokaúrtökumótinu f. Evrópumótaröðina
Bjarki Pétursson, GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hefja báðir leik í dag, föstudaginn 11. nóvember 2022 á lokaúrtökumótinu fyrir DP Evrópumótaröðina – sem er sterkasta atvinnumannamótaröðin í Evrópu. Alls eru 153 keppendur sem komust inn á lokaúrtökumótið – um helmingur þeirra kemur í gegnum 2. stig úrtökumótsins líkt og þeir Bjarki og Guðmundur gerðu. Hinn helmingurinn kemur frá DP Evrópumótaröðinni, kylfingar sem náðu ekki að halda keppnisrétti sínum, á þessu tímabili. Keppnisdagarnir eru alls 6 á lokaúrtökumótinu sem fram fer á Infinitum golfsvæðinu sem er rétt við bæinn Tarragona á Spáni og í næsta nágrenni við þekkt sumardvalarsvæði, Salou. Fyrst eru leiknir fjórir hringir, tveir þeirra á Lakes vellinum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Ægisson – 10. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er hinn frábæri laga- og textahöfundur Gylfi Ægisson. Gylfi er fæddur 10. nóvember 1946 og á því 76 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Gylfa til hamingju með afmælið hér að neðan Gylfi Ægisson – 76 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Morris Hatalsky, 10. nóvember 1951 (71 árs); Lee Cross Rinker, 10. nóvember 1960 (62 ára); Tish Certo, 10. nóvember 1964 (58 ára); Sigmundur Einar Másson, GKG, 10. nóvember 1983 (39 ára); Allt Um Ísland, 10. nóvember 1989 (33 ára); Brian Tracy, 10. nóvember 1989 (33 ára); Andri Þór Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tom Weiskopf og Signý Ólafsdóttir- 9. nóvember 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Tom Weiskopf og Signý Ólafsdóttir. Tom Weiskopf var fæddur 9. nóvember 1942 og lést 20. ágúst 2022 og hefði því átt 80 ára merkisafmæli í dag. Weiskopf gerðist atvinnumaður í golfi 1964 og á í beltinu 28 sigra sem atvinnumaður, þar af 16 á PGA Tour og 2 á Evróputúrnum. Hann sigraði á Opna breska árið 1973. Signý er fædd 9. nóvember 1957 og á því 65 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Signýar til þess að óska henni til hamingju hér að neðan Signý Ólafsdóttir – 65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2023 (9/50): Harry Hall
Nú verður fram haldið að kynna stuttlega nýju strákana á PGA Tour. Byrjað verður á að kynna 25 efstu á Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið. Í dag verður Harry Hall kynntur en hann var 17. besti kylfingurinn eftir reglulega tímabilið. Harry Hall er 25 ára fæddur í Carnborn, í Cornwall, Englandi. Í Englandi er Hall í sama golfklúbbi (West Cornwall Golf Club) og ‘Long Jim Barnes, sem sirgaði ária 1916 og1919 PGA Championship risamótinu, 1921 á Opna bandaríska og 1925 á Opna breska. Hall var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með liði University of Nevada-Las Vegas. Hann útskrifaðist með gráðu í félagsfræði, 2018. .Hall gerðist atvinnumaður í golfi árið 2019 og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Francesco Molinari – 8. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, en hann er fæddur 8. nóvember 1982 og fagnar því 40 ára afmæli í dag. Árið 2018 sigraði Francesco á fyrsta og eina risamóti sínu til þessa, Opna breska og var annar af tveimur í teyminu „Moliwood“ þegar hann spilaði saman með Tommy Fleetwood í sigurliði Evrópu í Ryder bikarnum. Hann er jafnframt eini kylfingurinn til þess að ná þeim árangri að sigra allar viðureignir sínar í einni og sömu Ryder bikarskeppni 5-0-0. Molinari hefir verið kvæntur konu sinni Valentinu frá árinu 2007 og þau eiga tvö börn, Tommaso og Emmu. Alls hefir Francesco Molinari sigrað í 10 atvinnumótum þar af 3 á PGA Lesa meira
PGA: Henley sigraði á World Wide Technology Championship at Mayakoba
Það var bandaríski kylfingurinn Russell Henley, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour: World Wide Technology Championship at Mayakoba. Mótið fór fram að Playa del Carmen í Riviera Maya í Mexíkó, dagana 3.-6. nóvember 2022. Sigurskor Henley var 23 undir pari, 261 högg (63 63 65 70). Í 2. sæti varð Brian Harman á samtals 19 undir pari og 3. sætinu deildu 5 kylfingar þ.á.m. Scottie Scheffler. Lokastöðuna á World Wide Technology Championship at Mayakoba má sjá með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Axel Bjartmarz – 7. nóvember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Axel Bjartmarz. Ottó Axel er fæddur 7. nóvember 1996 og á því 26 ára afmæli í dag. Ottó Axel er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og varð m.a. klúbbmeistari GO árið 2014 og nú í ár, 2022. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ottó Axel Bjartmarz (26 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Hallgrímur Friðfinnsson, 7. nóvember 1943 (79 ára); Kristín Höskuldsdóttir, 7. nóvember 1960 (62 ára); Sigurður Ragnar Kristjánsson, 7. nóvember 1973 (49 ára); Felipe Aguilar Schuller, 7. nóvember 1974 (48 ára); Davíð Gunnlaugsson, GM, Lesa meira










