Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Taylor – 6. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ben Taylor.  Hann er fæddur 6. nóvember 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag.

Taylor ólst upp hjá foreldrum sínum Phil og Suzanne og á eldri systur, Katie.

Pabbinn Phil var atvinnumaður á PGA Tour og á æfingasvæði þar sem Ben æfði sig í golfi.

Frændi Ben Taylor er líka atvinnumaður á PGA Tour og kennir á æfingasvæðinu.

Ben Taylor spilaði fótbolta, íshokkí, hafnarbolta, tennis og krikket þar til að einbeitti sér að golfinu 14 ára.

Árið 2013 spilaði Taylor í Arnold Palmer Cup.

Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Louisiana State University, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2015, með gráðu í íþróttastjórnun (sports management).

Árið 2017 komst Taylor á undanfara Korn Ferry Tour og árið 2018 sigraði hann í fyrsta móti sínu þar, Club Colombia Championship.

Annað um Ben Taylor:

Honum finnst gaman að ferðst til Florida Keys og vera á ströndinni.

Í uppháhaldi hjá honum er LSU fótboltaliðið en einnig Arsenal í Englandi.

Fyrirmynd Ben Taylor var Lee Westwood.

Hann keppti fyrir Nova Southeastern University í 2 ár áður en hann flutti sig yfir til LSU þaðan sem hann lék einnig í 2 ár og útskrifaðist.

Hann varð sá fyrsti til þess að sigra í NCAA meistaramót bæði í D-2 og D-1 háskóla.

Hann er alltaf með nákvæmlega 9 tí í vasanum þegar hann byrjar á hring.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóember 1935 (87 ára); Margrét Blöndal, 6. nóvember 1961 (61 árs); Halldór Bragason, 6. nóvember 1956 (66 ára); Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (44 ára); Juanderful Nlp (39 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (36 ára); Juliana Murcia Ortiz, 6. nóvember 1987 (35 ára); Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði (32 ára); Pétur Aron Sigurðsson, 6. nóvember 1996 (26 ára); Blúsfélag Reykjavíkur …. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is