
Ragnhildur keppir á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, keppir á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.
Keppt er á 1. stigi úrtökumótsins dagana 10.-13. desember og er leikið á tveimur völlum á Real Golf La Manga Club á Spáni. Úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina hefur farið fram á Norður- og Suður völlunum á La Manga.
Gera má ráð fyrir að keppendur verði um 150 á 1. stigi úrtökumótsins og komast 75 efstu áfram inn á lokaúrtökumótið.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Ragnhildur reynir fyrir sér á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Hún reyndi fyrir sér á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári – en náði ekki að komast áfram inn á 2. stig úrtökumótsins.
Keppt er á tveimur stöðum á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina. Dagana 11.-14. október s.l. var keppt í Asíu þar sem að 9 keppendur komust áfram inn á lokaúrtökumótið sem fram fer á La Manga dagana 17.-21. desember. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er með keppnisrétt á lokaúrtökumótið og er hún skráð til leiks á því móti.
Á lokaúrtökumótinu má gera ráð fyrir að keppendur verði um 130 en í fyrra fengu 23 efstu keppendurnir keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Gera má ráð fyrir að svipaður fjöldi fái keppnisrétt eftir lokaúrtökumótið 2022.
Texti og mynd: GSÍ
- janúar. 28. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2023)
- janúar. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
- janúar. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
- janúar. 25. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
- janúar. 24. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
- janúar. 23. 2023 | 06:00 PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
- janúar. 23. 2023 | 05:15 Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
- janúar. 23. 2023 | 05:00 PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
- janúar. 22. 2023 | 22:40 Champions: Stricker sigraði í Hawaii
- janúar. 22. 2023 | 22:30 LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
- janúar. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
- janúar. 22. 2023 | 14:45 Evróputúrinn: Victor Perez sigraði á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu
- janúar. 21. 2023 | 23:59 LPGA: Brooke Henderson leiðir á Hilton Grand Vacations TOC f. lokahringinn
- janúar. 21. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2023)