Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Jordan Smith sigraði á Portugal Masters

Portugal Masters var mót vikunnar á Evróputúrnum, dagana 27. -30. október 2022. Mótið fór fram á Dom Pedro Victoria golfvellinum, í Vilamoura, Portúgal. Sigurvegari mótsins varð Englendingurinn Jordan Smith og var sigurskorið 30 undir pari, 254 högg (62 67 62 63). Í 2. sæti varð Gavin Green frá Malasíu, 3 höggum á eftir. Ótrúlega lág skor í þessu móti, en ofangreindir tveir voru í nokkrum sérflokki; Í 3. sæti var Finninn Tappio Pulkkanen á samtals 22 undir pari, 5 höggum á eftir Green. Sjá má lokastöðuna á Portugal Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurþór Heimisson og Gary Player – 1. nóvember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Sigurþór Heimisson  (Sóri) og ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Sigurþór Heimisson er fæddur 1. nóvember 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Innilega til hamingju með merkisafmælið Sóri!!! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 87 ára afmæli í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972. Gary Player eftir einn af risamótssigrum sínum Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2022 | 18:00

LIV: Brooks Koepka og Phil Mickelson metast á á blaðamannafundi í Miami

LIV Golf hélt eitt móta sinna í Miami fyrir skemmstu, nánar tiltekið 28.-30. október 2022. Mótið fór fram á Trump National Doral golfvellinum, í Doral, Flórída. Fyrir mótið var haldinn blaðamannafundur, þar sem kom til smá metings milli Brooks Koepka og Phil Mickelson. Koepka sagði m.a. við Phil: „Þú hefir aldrei verið nr. 1 í heiminum. Í lok árs fær maður lítinn bikar, en þú veist ekkert um það því þú hefir aldrei verið nr. 1. Ég hef hins vegar fengið bikarinn tvisvar. Ég skal koma með annan og sýna þér.“ Phil svaraði fyrir sig, benti á neon grænan bol, sem Koepka var í og spurði: „Þetta er fallegur bolur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Stefánsson – 31. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Stefánsson. Guðjón er fæddur 31. október 1947 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið! Guðjón Stefánsson – 75 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rives McBee, 31. október 1938 (84 ára); Toru Nakamura (中村 通Nakamura Tōru 31. október 1950) (72 árs);  Snæbjørn Bjornsson Birnir, 31. október 1953 (69 ára);  Alda Kolbrún Haraldsdóttir, 31. október 1960 (62 árs); Mardan Mamat, 31. október 1967 frá Singapore (55 ára); Krisztina Batta, ungverskur meistari í golfi, 31. október 1968 (54 ára);  Mark Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2022 | 18:00

LPGA: Lydia Ko sigraði á BMW Ladies Championship

Það var Lydia Ko, sem sigraði á BMW Ladies Championship, móti sem fram fór 20.-23. október sl. í Kóreu. Sigurskor Lydia var 21 undir pari, 267 högg (68 – 68 – 66 – 65). Hin bandaríska Andrea Lee varð í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir, sem sýnir aðeins yfirburði Ko í mótinu. Þrjár deildu síðan 3. sætinu: Lilia Vu frá Bandaríkjunum og tvær frá S-Kóreu: Hye-Jin Choi og Hyo Joo Kim, allar á samtals 16 undir pari, hver. Sjá má lokastöðunaá BMW Ladies Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sesselja Björnsdóttir – 30. október 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Sesselja Björnsdóttir. Sesselja er fædd 30. október 1957 og á því 65 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sesselja Björnsdóttir – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón Smári Guðmundsson 30. október 1961 (61 árs) , Mayumi Hirase (jap: 平瀬真由美) 30. október 1969 (53 ára); Anton Þór, 30. október 1976 (46 árs); Samskipti Ehf … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2022 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (43/2022)

Tveir stuttir á ensku: 1 Man that dwarf is good at putting and chipping, his short game is at a different level. 2 When a foursome lands their balls really close together you can say „I haven’t seen four balls that close together since Brokeback Mountain“

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2022

James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 99 ára í dag, en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2022 | 07:00

Meðalforgjöf og meðalaldur kylfinga í golfklúbbum á Íslandi

Meðalaldur kvenna sem skráðar eru í golfklúbb á Íslandi er 53 ár en meðaldur karla er 46 ár. Meðaforgjöf kvenna á landsvísu í nýja WHS forgjafarkerfinu er 38,1 en hjá körlum er meðalforgjöfin 29,9. [Þetta eru tölur frá árslokum 2020, en gera má ráð fyrir að þær hafi lítið breyst] Til samanburðar var meðaldur karla í golfhreyfinginni 47 ár og kvenna 52 þegar slíkar tölur voru teknar saman árið 2015. Nýja forgjafarkerfið sem tekið var upp árið 2020 hefur haft þau áhrif að meðalforgjöf kylfinga hefur hækkað. Hjá körlum er þessi hækkun rétt um 5 högg á milli ára og hjá konum um 3 högg. Til samanburðar má nefna að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Steingrímsson – 28. október 2022

Það er Guðmundur Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundur er fæddur 28. október 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Guðmundi til hamingju með stórafmælið Guðmundur Steingrímsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudmundina Ragnarsdottir, GO 28. október 1958 (64 ára); Atli Ingvars, 28. október 1963 (59 ára); Klaus Richter, 28. október 1966 (56 ára);Ólafur Þór Ágústsson, GK, 28. október 1975 (47 ára); Maren Rós 28. október 1981 (41 árs); Na Yeon Choi, 28. október 1987 (35 ára); Pétur Freyr Pétursson GR, 28. október 1990 (32 ára); Lesa meira