Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2022 | 18:00

PGA: Seamus Power sigraði á Butterfield Bermuda meistaramótinu

Það var Seamus Power sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, Butterfield Bermuda Championship.

Mótsstaður var Port Royal golfvöllurinn, Southampton, á Bermuda, 24.-30. október 2022

Power lék á samtals 19 undir pari og átti 1 högg á Thomas Detry, sem varð í 2. sæti.

Þrír kylfingar deildu síðan með sér 3. sætinu þ.á.m. einn nýliði á PGA Tour, sem Golf1 hefir kynnt nýlega: Kevin Yu – Sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Butterfield Bermuda Championship með því að SMELLA HÉR: