Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sá m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Svavar Geir með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2022 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nicholas Thompson – 25. desember 2022

Engar greinar í greinaflokknum „afmæliskylfingur dagsins“ voru skrifaðar Aðfangadag og Jóladag, í ár, á Golf 1.  Verður nú bætt úr því. Afmæliskylfingur Jóladag var Nicholas Thompson. Thompson er fæddur 25. desember 1982 í Plantation, Flórída og átti því 40 ára stórafmæli á Jóladag. Hann er stóribróðir LPGA stjörnunnar Lexi Thompson.  Honum myndi þó varla líka sú lýsing á sér, þ.e. að vera stóribróðir og stríddi yngri bróðir hans og annar stóribróðir Lexi, Curtis honum á þessu þegar fréttamaður CBS kynnti Nicholas (eða Nick eins og hann er venjulega kallaður) svona í fyrsta sinn. Nick sagði í viðtali að hann hafði svarað Curtis með því að ef hann yrði nú þekktur sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2022 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Kristinsdóttir – 24. desember 2022

Engar greinar í greinaflokknum „afmæliskylfingur dagsins“ voru skrifaðar Aðfangadag og Jóladag, í ár á Golf 1.  Verður nú bætt úr því Afmæliskylfingur Aðfangadags var Steinunn Kristinsdóttir. Hún er fædd 24. desember 1952 og fagnaði því 70 ára merkisafmæli. Steinunn er fv. hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni Lágmúla og hefir tekið þátt í golfmótum hjúkrunarfræðinga og staðið sig vel!!! Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Steinunn Kristinsdóttir átti merkisafmæli í 24. desember 2022. Mynd: Í einkaeigu Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940; Stekkjastaur Jólasveinn (117 ára); Robert Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2022 | 23:00

LPGA: Kathy Whitworth látin 83 ára

Kathy Whitworth er látin, 83 ára. Hún fæddist 27. september 1939 í Monahans, Texas. Whitworth er sá kylfingur sem á flesta sigra á LPGA mótaröðinni, eða 88. Alls vann hún 98 titila á atvinnumannsferli sínum, en hún gerðist atvinnumaður í golfi, 1958 þá 19 ára. Whitworth byrjaði að spila golf fremur seint eða 15 ára, en hún var komin á LPGA aðeins 4 árum síðar 1958. Whitworth helgaði líf sitt golfinu og giftist aldrei, en hún sagði eitt sinn:„Ég vildi vera eins góður kylfingur og ég gæti mögulegast orðið og það að vera gift og golf fór ekki saman.“ Whitworth lést á Aðfangadag 2022 í faðmi fjölskyldu sinnar.  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2022 | 08:30

Masters 2023: LIV kylfingum heimiluð þátttaka

Augusta National mun opna dyr sínar fyrir stærstu nöfnum LIV Golf, en staðfest var þar á bæ 20. desember sl. að þeir kylfingar á LIV sem uppfylla skilyrði um þátttöku verði heimiluð hún. LIV Golf hefir, s.s.. kunnugt er, tælt nokkra af fremstu kylfingum bandarísku PGA-mótaraðarinnar í burtu með háum fjárhæðum, sem hefur leitt til kraumandi deilna innan íþróttarinnar. Litið er á þessa ákvörðun forsvarsmanna Masters sem stórsigur fyrir LIV, en PGA Tour hefir unnið hörðum höndum að því að útiloka kylfinga, sem yfirgefa mótaröðina frá stórmótum. „Því miður hafa nýlegir atburðir klofið atvinnugolfi karla í sundur og þar með dregið úr dyggðum leiksins og merkingarbærri arfleifð þeirra sem byggðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2022 | 18:00

Gleðileg jól 2022!

Gleðileg jól 2022! Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2022 | 23:00

Guðmundur Ágúst í hópi þeirra sem koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2022

Atvinnukylfingurinn, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, er í hópi 11 efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2022. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu og verður því lýst þann 29. desember. Þetta er í fjórtánda sinn sem kylfingur kemst inn á topp 10 listann í kjörinu á íþróttamanni ársins og er þetta í annað sinn sem Guðmundur Ágúst er tilnefndur sem íþróttamaður ársins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var efst í kjörinu árið 2017 og er hún eini kylfingurinn sem hefur fengið þetta sæmdarheiti. Ólafía varð í þriðja sæti í þessu kjöri árið 2016. Alls hafa fjórar konur úr röðum GSÍ verið á meðal 10 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2022 | 20:50

Tiger segir Messi þann besta sem hann hafi séð! – Myndskeið

Svo sem flestir fótboltaáhangendur vita varð Argentína nú á dögunum heimsmeistari í knattspyrnu. Fyrirliði Argentínumanna er Lionel Messi. Tiger segir Messi vera besta knattspyrnumenn sem hann hafi séð. Hann fái fjölda markmanna til að líta illa út. Sjá má myndskeið með Tiger þar sem hann tjáir sig um Lionel Messi með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2022 | 20:30

Jólakveðja Paige Spiranac

Golfstirnið Paige Spiranac, 29 ára, hlóð niður meðfylgjandi myndum af sér á Instagram. Á annarri myndinni óskaði hún áhangendum sínum „gleðilegra jóla“ í kynþokkafullum jólasveinkubúningi. Á myndinni situr hún brosandi á rúmstokki sínum. Á Instagram á Spiranac, sem einkum hefir verið í golffréttum, vegna harðrar gagnrýni hennar á LIV mótaröðina, um 3,7 milljón fylgjenda. Það varð beinlínis allt vitlaust eftir myndbirtinguna og Spiranac hlaut hafsjó af kommentum, þar sem áhangendurnir svöruðu jólakveðju hennar. Það eru líklegast fáir, sem fá jafnmargar jólakveðjur á Instagram og Spiranac í ár!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyrún Birgisdóttir, Guðmundur Freyr Hansson og Pétur Andri Ólafsson – 23. desember 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyrún Birgisdóttir, Guðmundur Freyr Hansson og Pétur Andri Ólafsson. Eyrún Birgisdóttir er fædd 23. desember 1952 og fagnar því 70 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Eyrúnar til þess að óska henni  til hamingju með daginn hér að neðan Eyrún Birgisdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára afmælið!!! __________ Guðmundur Freyr Hansson er fæddur 23. desember 1962 og fagnar því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Eyrúnar til þess að óska henni  til hamingju með daginn hér að neðan Guðmundur Freyr Hansson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið!!! ___________ Pétur Andri Ólafsson er fæddur 23. desember 1992 og fagnar Lesa meira