Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2022 | 08:30

Masters 2023: LIV kylfingum heimiluð þátttaka

Augusta National mun opna dyr sínar fyrir stærstu nöfnum LIV Golf, en staðfest var þar á bæ 20. desember sl. að þeir kylfingar á LIV sem uppfylla skilyrði um þátttöku verði heimiluð hún.

LIV Golf hefir, s.s.. kunnugt er, tælt nokkra af fremstu kylfingum bandarísku PGA-mótaraðarinnar í burtu með háum fjárhæðum, sem hefur leitt til kraumandi deilna innan íþróttarinnar.

Litið er á þessa ákvörðun forsvarsmanna Masters sem stórsigur fyrir LIV, en PGA Tour hefir unnið hörðum höndum að því að útiloka kylfinga, sem yfirgefa mótaröðina frá stórmótum.

Því miður hafa nýlegir atburðir klofið atvinnugolfi karla í sundur og þar með dregið úr dyggðum leiksins og merkingarbærri arfleifð þeirra sem byggðu hann,“ sagði Fred Ridley, stjórnarformaður Augusta National golfklúbbsins, m.a. í yfirlýsingu.

Eins sagði Ridley:

Þó fyrir að við séum vonsvikin með þessa þróun er áhersla okkar á að heiðra þá hefð að leiða saman á velli okkar alla mest framúrskarandi kylfinga heims í apríl næstkomandi.

Við höfum náð tímamótum í sögu íþróttarinnar okkar, en við á Augusta National, höfum trú á því að golf, sem hefur sigrast á mörgum áskorunum í gegnum tíðina, muni standa allt af sér.

Alls hafa 15 kylfingar LIV þátttökurétt á Masters.

Þeir kylfingar LIV, sem hafa þátttökurétt, sem fyrrverandi Masters sigurvegarar og hljóta þ.a.l. lífstíðar þátttökurétt á Masters eru: Phil Mickelson, Dustin Johnson, Sergio Garcia, Bubba Watson, Patrick Reed og Charl Schwartzel, og munu þeir allir tía upp á Augusta National 6.-9. apríl n.k.

Sigurvegari Opna breska risamótsins: Cameron Smith fyrrum Opna bandaríska og PGA Championship sigurvegarinn Brooks Koepka og fyrrum sigurvegari Opna bandaríska risamótsins Bryson DeChambeau hafa og allir hlotið boðskort á Masters.

Í þátttökuréttarskilyrðum Masters er einnig gert ráð fyrir að þeir sem eru meðal 50 bestu kylfinga heims hljóti þátttökurétt.

Sem stendur uppfylla 6 kylfinga LIV það skilyrði en það eru: Abraham Ancer, Talor Gooch, Harold Varner III, Jason Kokrak, Kevin Na og Louis Oosthuizen.

Forsvarsmenn Opna breska hafa tilkynnt að þeir kylfingar LIV sem uppfylla rétt til þátttöku á Opna breska megi taka þátt, meðan forsvarsmenn hinna tveggja risamóta karlagolfsins Opna bandaríska og PGA Championship hafa enn ekki tekið afstöðu.

Í aðalmyndaglugga: Phil Mickelson innan um alparósirnar frægu á Augusta National.