Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 25. 2022 | 23:00

LPGA: Kathy Whitworth látin 83 ára

Kathy Whitworth er látin, 83 ára. Hún fæddist 27. september 1939 í Monahans, Texas.

Whitworth er sá kylfingur sem á flesta sigra á LPGA mótaröðinni, eða 88.

Alls vann hún 98 titila á atvinnumannsferli sínum, en hún gerðist atvinnumaður í golfi, 1958 þá 19 ára.

Whitworth byrjaði að spila golf fremur seint eða 15 ára, en hún var komin á LPGA aðeins 4 árum síðar 1958.

Whitworth helgaði líf sitt golfinu og giftist aldrei, en hún sagði eitt sinn:„Ég vildi vera eins góður kylfingur og ég gæti mögulegast orðið og það að vera gift og golf fór ekki saman.“

Whitworth lést á Aðfangadag 2022 í faðmi fjölskyldu sinnar.