Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2023 | 08:00

Biden týnir golfbolta á bandarísku Jómfrúareyjum

46. forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, var í jólafríi á St. Croix, en eyjan telst til hinna bandarísku Jómfrúareyja (ens.: US Virgin Islands). Hann er væntanlega á heimleið núna, því hann á að vera mættur aftur til vinnu í Washington DC, á morgun, 2. janúar 2023. Eins og svo margir Bandaríkjaforsetar spilar Joe Biden golf, en ólíkt ýmsum forverum sínum, einungis í frítíma sínum. Hinn 80 ára Biden nýtti jólafríið sitt í ár einmitt til golfiðkunar. Hann fór m.a. hring með 16 ára barnabarni sínu, Róbert, sem alltaf er kallaður Hunter, á Buccaneer golfvellinum í Christiansted, á St. Croix … en varð fyrir því óláni að týna einum bolta sinna… og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2022 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2023!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2022, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúma 135 mánuði, þ.e. 11 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 24.780 greinar. Stefnt verður að því að auka greinaskrif á næsta ári, en ýmissa hluta vegna hafa greinaskrif hér á Golf1 verið minni en bæri. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert nema aukist frá því hann hóf starfsemi fyrir rúmum 11 árum síðan, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Árnason – 31. desember 2022

Afmæliskylfingar Gamlársdags 2022 á Golf 1 er Ólafur Árnason. Ólafur er fæddur 31. desember 1962 og á því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið: Ólafur Árnason – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli á Gamlársdag 2019 voru: Michael Francis Bonallack, 31. desember 1934 (88 ára); Kristinn Nikulásson, 31. desember 1954 (68 ára); David Ogrin, 31. desember 1957 (65 ára); Eyþór K. Einarsson, 31. desember 1959 (63 ára); Valtþór Óla, 31. desember 1961 (61 árs); Dagný Davíðsdóttir, 31. desember 1964 (58 ára); Shiho Oyama, 31. desember 1969 (53 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods og Einar Árni Þorfinnsson – 30. desember 2022

Afmæliskylfingar dagssins eru tveir:  Einar Árni Þorfinsson og  Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Einar Árni var fæddur 30. desember 1982 en lést 7. ágúst 2016. Hann hefði fagnað 40 ára stórafmæli í dag. Einar Árni var með Prader Willi sjúkdóminn og gallharður KR-ingur. Komast má á facebook síðu Einars Árna hér að neðan Einar Árni Þorfinnsson – 40 ára – Stórafmæliskveðja!!! Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og er 47 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2022 | 05:00

Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Tom Kim (1/10)

Enginn vissi hver Tom Kim var fyrir ári síðan. Ekki bara vegna þess að hann var ekki meðal 100 bestu á heimslistanum. Hann ferðaðist um heiminn og spilaði golf undir nafninu Joohyung Kim. Nú kallar hann sig Tom. Hann tók upp gælunafnið Tom vegna þess að hann elskaði að horfa á “Thomas the Tank Engine.”  sem strákur. Og það er ekkert svo langt síðan. Tom Kim er fæddur 21. júní 2002 (á m.a. sama afmælisdag og golfdrottningin okkar Ragnhildur Sigurðardóttir). Hann er nýorðinn 20 ára en þegar búinn að sigra tvívegis á PGA Tour; þ.e. á Wyndham Championship, 7. ágúst 2022 og Shriners Children´s Open 9. október 2022. Hann er því í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2022 | 21:15

Guðmundur Ágúst var ekki valinn Íþróttamaður ársins

Nú er nýlokið vali Samtaka íþróttafréttamanna á „Íþróttamanni Íslands árið 2022.“ Meðal þeirra 11, sem hlutu útnefningu og kom til greina að hreppa titilinn var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem náði þeim stórglæsilega árangri á árinu að komast á Evrópumótaröð karla í golfi. Sá sem var hins vegar tilnefndur „Íþróttamaður Íslands 2022″  var Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður, sem spilar og er Þýskalandsmeistari,með Magdeburg, í Þýskalandi. Lið ársins 2022 varð Meistaraflokkur karla í handbolta  í Val og þjálfari Íslands varð Þorgeir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Handboltinn var því í aðalhlutverki nú í ár, í vali Samtaka íþróttafréttamanna.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hún er í GM. Komast má á facebook síðu Helgu Rut til þess að óska henni til hamingju með afmælið með því að SMELLA HÉR: Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (64 ára); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (62 ára); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (58 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (56 ára); Drew Hartt, 29. desember 1966 (56 ára);  Robert Dinwiddie, 29. desember 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Martin Laird, 29. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2022

Það er nr. 477 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 38 ára afmæli í dag! Martin Kaymer átti glæsiár, árið 2014 og margt sem gerðist það ár í lífi hans. Eftirminnilegur er stórglæsilegur sigur hans á Opna bandaríska risamótinu, þar sem hann átti 8 högg á næsta keppanda. Eins sigraði hann á Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið. Meginpart ársins 2014 var Martin Kaymer á lausu – lék m.a. í Pro-Am mótum með ýmsum fegurðardísum í von um að finna þá einu réttu og nægir þar að nefna leik hans við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sherri Steinhauer – 27. desember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Sherri Steinhauer. Hún er fædd 27. desember 1962 í Madison, Wisconsin og fagnar því 60 ára í dag. Steinhauer gerðist atvinnumaður 1985 eftir útskrift frá University of Texas, Austin, þar sem hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu.  Á ferli sínum sigraði hún 10 sinnum, þar af 8 sinnum á LPGA og tvívegis á risamótum kvennagolfsins: de Maurier Classic (1992) og Opna breska kvenrisamótinu (2006). Árið 2011 tilkynnti hún að hún myndi draga sig í hlé frá keppnisgolfi, vegna þrálátra verkja og í kjölfarið uppskurðar á mjöðm. Hún var m.a. einn af varafyrirliðum liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup sama ár, þ.e. 2011. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2022 | 12:00

Guðmundur Ágúst og Perla Sól kylfingar ársins 2022

Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2022. Þeir eru Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þetta er í 25. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í fyrsta sinn sem Perla Sól fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Guðmundur Ágúst er kylfingur ársins. Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið Lesa meira