Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2022 | 20:30

Jólakveðja Paige Spiranac

Golfstirnið Paige Spiranac, 29 ára, hlóð niður meðfylgjandi myndum af sér á Instagram.

Á annarri myndinni óskaði hún áhangendum sínum „gleðilegra jóla“ í kynþokkafullum jólasveinkubúningi.

Á myndinni situr hún brosandi á rúmstokki sínum.

Á Instagram á Spiranac, sem einkum hefir verið í golffréttum, vegna harðrar gagnrýni hennar á LIV mótaröðina, um 3,7 milljón fylgjenda.

Það varð beinlínis allt vitlaust eftir myndbirtinguna og Spiranac hlaut hafsjó af kommentum, þar sem áhangendurnir svöruðu jólakveðju hennar.

Það eru líklegast fáir, sem fá jafnmargar jólakveðjur á Instagram og Spiranac í ár!