Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2022 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Nicholas Thompson – 25. desember 2022

Engar greinar í greinaflokknum „afmæliskylfingur dagsins“ voru skrifaðar Aðfangadag og Jóladag, í ár, á Golf 1.  Verður nú bætt úr því.

Afmæliskylfingur Jóladag var Nicholas Thompson. Thompson er fæddur 25. desember 1982 í Plantation, Flórída og átti því 40 ára stórafmæli á Jóladag. Hann er stóribróðir LPGA stjörnunnar Lexi Thompson.  Honum myndi þó varla líka sú lýsing á sér, þ.e. að vera stóribróðir og stríddi yngri bróðir hans og annar stóribróðir Lexi, Curtis honum á þessu þegar fréttamaður CBS kynnti Nicholas (eða Nick eins og hann er venjulega kallaður) svona í fyrsta sinn. Nick sagði í viðtali að hann hafði svarað Curtis með því að ef hann yrði nú þekktur sem stóribróðir Lexi, þá yrði hann (Curtis) þekktur sem bróðir stórabróður Lexi … og þar með var Curtis kjaftstopp.  Mikill metnaður og keppnisandi ríkir að sögn milli Thompson systkinanna og vilja bræðurnir meina að högglengd Lexi (sem er með högglengstu kylfingum LPGA) sé þeim að þakka.

Nicholas Thompshon útskrifaðist frá Georgia Tech með gráðu í viðskiptafræði 2005 og sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi. Hann hefir spilað á Nationwide Tour og PGA og á í beltinu einn sigur á HSBC New Zealand PGA Championship, árið 2007 en sigurinn gilti bæði sem sigur á Australasiu túrnum og Nationwide túrnum (fyrirrennara Korn Ferry). Besti árangur Nicholas Thompson á risamóti er T-24 árangur á PGA Championship 2008.

Aðrir frægir kylfingar eru: Adalsteinn Teitsson, 25. desember 1961 (61 árs); Valgerður Halldórsdóttir, 25. desember 1961 (61 árs);  Mianne Bagger, 25. desember 1966 (55 ára); Jean Françoise Luquin, 25. desember 1978 (44 ára); Petur Kristinn Gudmarsson, 25. desember 1978 (44 ára); ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is