Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteins- dóttir og Magnús Freyr Egilsson – 22. desember 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Magnús Freyr Egilsson og Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972 og fagnar því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Kristín er í Golfklúbbi Setbergs. Kristín hefir spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 19 ára og Gísla Hrafn, sem varð 16 ára fyrir 3 dögum síðan (Til hamingju Gísli Hrafn!!!) Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristín Aðalsteinsdóttir 50 ára – Innilega til Lesa meira
Allt á síðustu stundu? Hugmyndir að „last minute“ jólagjöfum fyrir kylfinginn í fjölskyldunni!
Ef þið eruð sein fyrir þessi jól og aðventan hefir bara flogið í burtu við vinnu og aðrar annir …. ……. og þið eigið enn eftir að kaupa jólagjöfina fyrir kylfinginn í fjölskyldu ykkar þá er linkur hér að neðan á ágætis grein Golf Digest um „last minute“ jólagjafahugmyndir fyrir kylfinga. Allt sem tengist golfi gleður kylfingshjartað. Það getur verið allt frá tíi – í það að gefa golfferðir / þurfa ekki á vera utanlands, geta líka verið á einhvern hinna 62 golfvalla á landinu. Skrifið bara niður hugmynd að ferð og gefið! Það er hugurinn á bakvið sem skiptir mestu! Hér má svo sjá linkinn inn á ágætis grein Lesa meira
GK: Árleg skötuveisla Golfklúbbsins Keilis fer fram á morgun!
Hin árlega skötuveisla Golfklúbbsins Keilis fer fram nú á mogrun, Þorláksmessu. Skötuveislan er haldin til styrktar barna- og unglingastarfi klúbbsins. Í ár er fyrirkomulagið þannig að hægt er að panta borð á netinu og velja um 2 tíma kl. 11:30 og kl. 13:30. Í ár kostar kr. 6990,- á skötuveislu Keilis! Komast má inn á linkinn til að panta borð í skötuveislu GK með að SMELLA HÉR:
Gary Player höfðar mál gegn syni sínum og sonarsyni
Sonur og sonarsonur Gary Player, 87 ára, eru sagðir hafa selt verðlaunabikara Gary Player og kylfur gegn vilja hans. Verðlaunagripa deila Gary Player við son sinn og sonarson hefur náð nýju stigi þar sem hinn nífaldi stórmeistari (Player) hefir nú kært umrædda fjölskyldumeðlimi fyrir að selja eða reyna að selja titla og kylfur úr safni sínu. Player lagði fram kæru í maí á hendur syni sínum Marc og höfðaði í nóvember formlegt mál gegn Damian syni Marc, samkvæmt Palm Beach Post. Sjá grein Palm Beach Post með því að SMELLA HÉR: Marc hefir verið umboðsmaður (ens: manager) föður síns og framkvæmdastjóri „Black Knight“ veldis Gary Player um skeið. Golfáhangendur muna kannski Lesa meira
LET: Guðrún Brá varð T-42 á lokaúrtökumótinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefir lokið keppni á lokaúrtökumóti LET. Hún varð T-42 og fær ekki fullan spilarétt á LET næsta keppnistímabil. Guðrún Brá var því miður aðeins 5 höggum frá 23. sætinu sem hefði tryggt fullan keppnisrétt á LET – Evrópumótaröð kvenna. Þetta þýðir að næsta keppnistímabil hefir Guðrún Brá takmarkaðan keppnisrétt á LET og verður að m.a. að treysta á boð styrktaraðila til að komast inn á þau mót, sem hún hefir ekki keppnisrétt á. Lokaskor Guðrúnar Brá var 2 undir pari, 363 högg (73 71 74 72 73). Efstar og jafnar í mótinu voru hinar þýsku Polly Mack og Alexandra Fösterling, báðar á samtals 15 undir pari, hvor. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ásdís Olsen og Walter Hagen – 21. desember 2022
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ásdís Ólsen og Walter Hagen. Sir Walter Hagen fæddist 21. desember 1892 og eru því 130 ár frá fæðingu hans í dag. Hann lést 6. október 1969. Hagen gerðist atvinnumaður í golfi 1912 þ.e. fyrir 110 árum. Á atvinnumannsferli sínum sigraði hann 58 sinnum, þar af 45 sinnum á PGA Tour og er hann sá kylfingur sem situr í 8. sæti yfir flesta sigra á þeirri mótaröð. Ásdís Ólsen er fædd 21. desember 1962 og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ásdísi til hamingju með afmælið hér að neðan Ásdís Ólsen – 60 ára – Lesa meira
Annika fyrsti kvenvaraforseti Sambands golffréttaritara
Golfgoðsögnin og Íslandsvinurinn Annika Sörenstam hefur bætt enn einum kafla við glæsilegan feril sinn með því að þiggja boð um að verða fyrsti kvenvaraforseti Sambands golffréttaritara (ens.: Association of Golf Writers (AGW)). Á atvinnumannsferli sínum hefur Annika sigrað í 10 risamótum og yfir 90 atvinnumótum um allan heim, auk þess að vera fulltrúi Evrópu í átta Solheim Cup. Samtökin hafa áður veitt Anniku viðurkenningar með þvi að velja hanaAGW kylfing ársins bæði 2003 og 2005. Það var líka árið 2003 Annika var tekin inn í frægðarhöll golfsins. Frá því að Annika hætti í atvinnumennskunni hefur hún tekið að sér ýms hlutverk. Hún hefir haldið námskeið og opnaði Annika Academy í Lesa meira
LET: Guðrún Brá er í 42.-50. sæti fyrir lokahringinn á lokaúrtökumóti LET
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, á einn hring eftir á lokaúrtökumótinu fyrir LET European Tour. Mótið fer fram á La Manga á Spáni þar sem að 1. stig úrtökumótsins fór einnig fram. Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á lokaúrtökumótinu á Spáni. Guðrún Brá er á tveimur höggum yfir pari samtals eftir fjóra fyrstu hringina 73-71-73-72. Hún er í sæti nr. 42-50 eftir 72 holur og er því í hópi þeirra sem komust í gegnum niðurskurðinn fyrir fimmta hringinn, lokahringinn, sem fer fram miðvikudaginn 21. desember. Í mótslok fá 20 efstu keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í 12. styrkleikaflokki. Ef keppendur eru jafnir í 20. sæti fá þeir allir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson – 20. desember 2022
Það er Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson sem er afmæliskylfingur dagins. Hann er fæddur 20. desember 1977 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Vilhjálms Andra til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson– 45 ára – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Jennifer Song, 20. desember 1989 (33 ára); Kristinn Arnar Ormsson, 20. desember 1991 (31 árs) …. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
PGA: Vijay Singh & sonur sigruðu á PNC Championship
Það var kylfingurinn frá Fidji, Vijay Singh ásamt syni sínum, Qass, sem sigraði á föður/sonar móti PGA Tour, PNC Championship. Þetta er í 16 skipti sem Vijay tekur þátt, en hann spilaði fyrst í mótinu ásamt syni sínum, Qass, árið 2003, þegar Qass var 13 ára. Mótið fór fram í The Ritz-Carlton golfklúbbnum, í Orlando, Grande Lakes, dagane 17.-18. desember. Vijay og Qass sigruðu á 26 undir pari, 118 og áttu 2 högg á þá sem urðu í 2. sæti John Daly & sonur, sem áttu titil að verja og Justin Thomas og föður, sem unnu árið 2020. Tiger Woods tók þátt í mótinu, ásamt 13 ára syni sínum Charlie, og Lesa meira










