Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2023 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Gengi Jóhönnu Leu með golfliði Northern Illinois háskólans haustið 2022

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er kvenstigameistari GSÍ árið 2022.

Hún er við nám í Northern Illinois háskólanum.

Á haustönn voru 4 mót – Jóhanna Lea tók þátt í 3 þeirra.

1 Redbird Invitational. Mótið fór fram dagana 11.-12. september 2022 í Weibring CC, í Normal, Illinois. Jóhanna Lea varð T-20 í einstaklingskeppninni á 11 yfir pari, 227 höggum (79 74 74). Lið Jóhönnu Leu, „The Huskies“ varð T4 af 15 liðum, sem tóku þátt í mótinu.

2 Coeur D’Alene Collegiate Invitational. Mótið fór fram dagana 18.-20. september 2022. Jóhanna Lea varð T-50 á 225 höggum (76 75 74) og var á 3. besta skori liðs síns. „The Huskies“ urðu í 10. sæti af 19 þátttökuliðum. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:

3  The Charlotte Invitational.  Mótið fór fram  24.-25. otkóber 2022 í Cabarrus CC í Concord, N-Karólínu. Jóhanna Lea varð í 66. sæti – lék á samtals 33 yfir pari, 249 höggum (81 85 83). „The Huskies“ urðu í 5. sæti af  12 liðum sem tóku þátt.

Jóhanna Lea og félagar keppa næst dagana 5.-6. febrúar 2023 í Flórída.