
Hvaða ungu kylfingum (u. 23 ára) ætti að veita athygli 2023? Pierceson Coody (2/10)
Pierceson Coody gerðist atvinnumaður í golfi árið 2022. Hann er fæddur 7. janúar 2000 og því 22 ára.
Það tók Coody aðeins 3 mót að sigra á Korn Ferry Tour og sigurinn kom aðeins viku eftir að hann endaði í fjórða sæti.
Hann fékk næstum því PGA TOUR kortið sitt eftir aðeins átta mót en endaði því miður í 32. sæti á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið. Coody verður því að spila aftur á Korn Ferry Tour árið 2023 eftir að hafa ekki náð PGA TOUR kortinu sínu í Korn Ferry Tour Finals, en það skrifast og m.a. á það að hann slasaði sig í lokakeppni tímabilsins.
Coody er fyrrum nr. 1 á heimslista áhugamanna og sigurvegari hins virta Western Amateur móts. Hann lauk ferli sínum í bandaríska háskólagolfinu, með því að leiða golflið University of Texas að 4. NCAA titli sínum og hinum fyrsta síðan Jordan Spieth leiddi háskólaliðið til sigurs.
Núna í loka júní sl. árs, 2022, komst Coody í fréttirnar þegar hann hafnaði margmilljón dollara tilboði LIV mótaraðarinnar.Að því tilefni sagði hann:
“Seeing that kind of money was kind of a wow moment for me,” Coody said. “It was a crazy amount of money, but I love the American tour. I never saw myself as a LIV golfer, but a PGA Tour golfer.”
Hann vill frekar spila á Korn Ferry og eltast áfram við PGA Tour kortið sitt.
Þess mætti loks geta að Pierceson Coody er af mikilli golffjölskyldu. Afi hans, Charles Coody, sigraði á Masters árið 1971. Pabbi Pierceson og sonur Charles, Kyle spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Texas og var síðan á undanfara Korn Ferry.
Tvíburabróðir Pierceson, Parker, mun einnig hafa spila á Korn Ferry Tour árið 2023 eftir sigur á PGA TOUR Kanada árið 2022. Hann var einnig liðsfélagi Pierceson í Texas liðinu.
Hvaða ráð ætli fv. Masters sigurvegari gefi ungum og upprennandi golfstjörnum, barnabörnum sínum? Charles sagði að eina ráðið sem hann hefði gefið þeim væri að segja: „Það eina sem þú þarft að gera er að trúa á sjálfan þig.“ Sjálfstraust er því lykillinn að góðu golfi!
Pierceson og Parker drógu fyrir afa sinn í par-3 keppninni á Masters 2006 🙂
Það verður gaman að fylgjast með þessum tvíburum og upprennandi golfstjörnum!!!
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023