Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Björg Rafnsdóttir – 6. janúar 2023

Það er Herdís Björg Rafnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís Björg er fædd 6. janúar 1962 og á því 61 árs afmæli í dag.

Herdís Björg er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri m.a. Styrktarmóti Soroptimista á Nesvelli þ. 25. ágúst 2011, þar sem hún varð í verðlaunasæti (4. sæti) af fjölmörgum konum sem þátt tóku. Herdís Björg er verkfræðingur að mennt frá University of Washington. Hún er gift Þorsteini G. Gunnarssyni og eiga þau 2 syni.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, f. 6. janúar 1921 -d. 1. september 1998; Nancy Lopez 6. janúar 1957 (66 ára); Paul William Azinger, 6. janúar 1960 (63 ára), Kristina Rothergatter, 6. janúar 1984 (Spilar á LET Access – 39 ára); Nökkvi Mikaelsson, 6. janúar 1996 (27 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is