Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2023 | 17:45

Bandaríska háskólagolfið: Gengi Hlyns Bergssonar haustið 2022 með University of North Texas

Eins og lesendum Golf 1 er kunnugt birtust greinar hér á vefnum ansi stopult haustið 2022. T.a.m. birtust engar fréttir af „krökkunum okkar“ í bandaríska háskólagolfinu. Verður hér í byrjun árs reynt að bæta úr því áður, en mót vorannar 2023 hefjast.

Byrjað verður á Hlyn Bergssyni, GKG. Hann spilar með liði University of North Texas og gengur lið hans undir nafninu „The Mean Greens.“ Hlynur er 5 árs efstibekkingur og seinkar útskrift hans líklega vegna Covid-19.

Á vorönn spilaði Hlynur í 4 mótum:

1) Jim Rivers Invite, sem fram fór í Choudrant Louisiana dagana 11.-13. september 2022. Hlynur keppti sem einstaklingur og varð T-216 í mótinu og stóð sig best af liðsfélögum sínum, en „The Mean Greens“ urðu í 11. sæti í liðakeppninni af 23 liðum, sem tóku þátt.

2) The Tucker, sem fram fór í Albuquerque, dagana 23.-25. september 2022. Hlynur varð T-89 á samtals 14 yfir pari og liðið í 16 sæti af 19 liðum sem þátt tóku.

3) Trinity Forest Invitational, sem fram fór í Dallas, Texas, dagana 2.-4 október 2022. Hlynur varð T-82 á samtals 12 yfir pari. Liðið varð í 8. sæti af 17, sem þátt tóku.

4) Little Rock Invitational, sem fram fór í Little Rock, Arkansas, dagana 17.-18. október 2022 Hlynur varð T-25 á 5 yfir pari, og ásamt liðfélaga sínum, Vicente Marzilio, á besta skori liðs síns. „The Mean Greens“ urðu í 11 sæti í liðakeppninni af 16 þátttökuliðum.

Næst mun lið University of North Texas spila 5. febrúar 2023, á Ponte Vedra Beach í Flórída.