Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forsætisráðherra. Hann fæddist 26. janúar 1970 og er því 53 ára í dag. Komast má á facebook síðu Bjarna hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Bjarni Benediktsson (53 ára) – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Sir Henry Thomas Cotton, 26. janúar 1907-22. desember 1987 (hefði orðið 116 ára í dag); Una Sveinsdóttir 26. janúar 1960 (63 ára); Vilhjálmur Einar Einarsson 26. janúar 1977 (46 árs); Paul Sheehan, 26. janúar 1977 (46 árs); Karine Icher, 26. janúar 1979 (44 ára); Guido Van Der Valk, 26. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru fjórir: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir. Sjöfn Har er fædd 25. janúar 1953 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Heimi til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sjöfn Har – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Heimir er fæddur 25. janúar 1958 og á því 65 ára afmæli í dag. Heimir er mörgum að góðu kunnur en hann er í GS. Hann er kvæntur Kristbjörgu Gunnbjörnsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Heimi til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Heimir Hjartarson, GS. Mynd: Í einkaeigu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingunn Einarsdóttir – 24. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Ingunn Einarsdóttir. Hún fæddist 24. janúar 1983 og á því 40 ára afmæli í dag!!! Ingunn var einn af afrekskylfingum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hún er menntaður viðskiptafræðingur og spilaði til margra ára fótbolta með Val. Ingunn hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni og eins á mörgum opnum golfmótum. Ingunn er í sambúð með Sigurði Má Davíðssyni og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ingunni til hamingju með afmælið hér að neðan Ingunn Einarsdóttir – Innilega til hamingju með 40 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón H Karlsson, 24. janúar 1949 (74 ára); Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮) Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og á því 34 ára afmæli í dag. Yani vermdi áður fyrr 1. sæti Rolex-heimslista kvenna í 109 vikur í röð á árunum 2011-2013, en ekki hefir borið mikið á henni á undanförnum árum. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952 (71 árs); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (51 árs) … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju Lesa meira
PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open
Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele varð í 3. sæti á nýafstöðnu AmEx Open mótinu, sem er hluti PGA Tour. Lokahringur Schauffele var stórglæsilegur, en hann spilaði lokahringinn á 62 höggum! Samtals lék Schauffele á 25 undir pari, 263 höggum (65 68 68 62) og deildi 3. sætinu með Chris Kirk. Á Par-5, 5. brautinni á La Quinta fékk Schauffele glæsilegan albatross, þann fyrsta á ferlinum. Sjá má glæsilegan albatross Schauffele með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á AmEx Open með því að SMELLA HÉR:
Hvað var í sigurpoka Brooke Henderson?
Nú er það heiminum kunnugt: Brooke Henderson er meistari meistarana; hún vann 13. sigur sinn á LPGA á Hilton Grand Vacations Tournament of Champions – móti sigurvegara á LPGA 2022. En hvað skyldi hafa verið í sigurpoka hennar? Það var eftirfarandi golfútbúnaður: Dræver:TaylorMade Stealth 2 Plus (9 gráður) – Skaft: TPT 19 HI 3-tré: TaylorMade Stealth 2 Plus (15 gráður) – Skaft: TPT 19 F HI 5-tré: TaylorMade Stealth 2 Plus (18 gráður) – Skaft: TPT 19 F HI Björgunarkylfa: TaylorMade Stealth 2 (22 gráður) – Skaft: KBS Proto 65 S Járn (5-PW): TaylorMade P790 (5-PW) – Sköft: Nippon Modus3 105 S Fleygjárn: TaylorMade Milled Grind 3 (50-SB, 54-SB, 60-SB) – Sköft: Nippon Modus3 105 S Pútter: Lesa meira
PGA: Rahm rúllaði upp AmEx Open
Jon Rahm stóð uppi, sem sigurvegari á American Express Open (skammst.: AmEx Open) móti vikunnar á PGA Tour. Sigurskor Rahm var 27 undir pari, 261 högg (64 64 65 68). Í 2. sæti á samtals 26 undir pari var nýliðinn Davis Thompson – sjá nýlega kynningu Golf 1 á Thompson, með því að SMELLA HÉR: Mótið fór fram á Pete Dye Stadium vellinum, í La Quinta, Kaliforníu, dagana 19.-22. janúar 2023. Eftir sigurinn fór Rahm úr 5. sæti heimslistans í 3. sætið. Það er með ólíkindum að heimslistinn skuli ekki hafa sett hann í 1. sætið fyrir löngu; því á skömmum tíma hefir frammistaða Rahm verið hreint ótrúlegt og maður spyr Lesa meira
Champions: Stricker sigraði í Hawaii
Steve Stricker spilar nú á Öldungamótaröð PGA Tour; Champions Tour. Mót vikunnar á Champions Tour var Mitsubishi Electric Championship. Mótsstaður var Ka’upulehu-Kona, á Hawaii, dagana 20.-22. janúar 2023 Sigurskor Stricker var 23 undir pari, 193 högg (68 60 65). Stricker átti heil 6 högg næstu keppendur þá Darren Clarke, Steve Alker, Mike Weir og Ken Tanigawa. Til þess að sjá lokastöðuna á Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!
Brooke Henderson sigraði á Hilton Grand Vacations Tournament of Champions. Sigurskor Henderson var 16 undir pari, 272 högg (67 66 69 70). Sigurinn var öruggur – hún átti heil 4 högg á næstu keppendur, þær Maju Stark og Charley Hull, sem báðar léku á samtals 12 undir pari, hvor. Nelly Korda varð í 4. sæti á samtals 11 undir pari og í 5. sæti varð Nasa Hataoka á samtals 9 undir pari. Sigur Brooke er 13. sigur hennar á LPGA!!! Sjá má lokastöðuna á Hilton Grand Vacation Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurbjörn Sigfússon og Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 22. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Unnur Ólöf Halldórsdóttir og Sigurbjörn Sigfússon. Sigurbjörn er fæddur 22. janúar 1968 og á því 55 ára merkisfmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Sigurbjörn er trúlofaður Hjálmfríði Þorleif Guðrúnardóttur. Komast má á facebook síðu Sigurbjörns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurbjörn Sigfússon – 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Unnur Ólöf Halldórsdóttir er fædd 22. janúar 1973 og fagnar því 50 ára afmæli. Komast má á facebook síðu Unnar Ólafar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Unnur Ólöf Halldórsdóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Lesa meira










