Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru fjórir: Sjöfn Har, Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir.

Sjöfn Har er fædd 25. janúar 1953 og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Heimi til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:

Sjöfn Har – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Heimir er fæddur 25. janúar 1958 og á því 65 ára afmæli í dag.  Heimir er mörgum að góðu kunnur en hann er í GS. Hann er kvæntur Kristbjörgu Gunnbjörnsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Heimi til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:

Heimir Hjartarson, GS. Mynd: Í einkaeigu

Heimir Hjartarson (65 ára– Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!)

Svandís er fædd 25. febrúar 1978 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Svandísi til hamingju með stórafmælið hér að neðan:

Svandís Thorvalds (45 ára– Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Brynja er fædd 25. janúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Brynja átti m.a. sæti í sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ 2011 og hefir oftar en 1 sinni verið tilnefnd til titilsins Íþróttamaður Ólafsfjarðar/Fjallabyggðar (m.a. árin 2010 og 2011) en hlaut því miður ekki titilinn; (árið 2010 hlaut Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona, titilinn og 2011 var það Sævar Birgisson, skíðamaður). Brynja spilaði m.a. á Arionbankamótaröð unglinga sumarið 2012 og náði m.a. að verða í 9. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti.   Brynja varð klúbbmeistari GÓ árin 2012 og 2015. Auk þess hefir Brynja sigrað í stórum opnum mótum s.s. Opna Fiskidagsmótinu á Dalvík 4. ágúst 2016 og  í sínum forgjafarflokk (fgj. 0-14) á Lancôme Open  á Hellu 2017.   Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Brynju til hamingju með stórafmælið hér að neðan:

Brynja Sigurðardóttir

Brynja Sigurðardóttir (30 ára– Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Lalla frá Akureyri, 25. janúar 1957 (66 ára); Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, 25. janúar 1957 (66 ára); William Thomas Andrade, 25. janúar 1964 var í Wake Forest (59 ára); Lynnette Teresa Brooky, 25. janúar 1968 (55 ára); Ari Gylfason, GSG, 25. janúar 1974 (49 ára); Laura London, 25. janúar 1980 (43 ára); Ani Gulugian, 25. janúar 1992 (spilaði á LPGA 2016 – 31 árs);  …… og …… Ásgeir Thor Davíðsson; Thorby Skagfjord; Sudsudvestur Sýningarými (72 ára); Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (71 árs)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is