Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2023 | 06:00

PGA: Xander Schauffele með fyrsta albatrossinn á ferlinum á AmEx Open

Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele varð í 3. sæti á nýafstöðnu AmEx Open mótinu, sem er hluti PGA Tour.

Lokahringur Schauffele var stórglæsilegur, en hann spilaði lokahringinn á 62 höggum!

Samtals lék Schauffele á 25 undir pari, 263 höggum (65 68 68 62) og deildi 3. sætinu með Chris Kirk.

Á Par-5, 5. brautinni á La Quinta fékk Schauffele glæsilegan albatross, þann fyrsta á ferlinum.

Sjá má glæsilegan albatross Schauffele með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á AmEx Open með því að SMELLA HÉR: