Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2023 | 22:30

LPGA: Sigur Brooke Henderson öruggur á Hilton Grand Vacations TOC!!!

Brooke Henderson sigraði á Hilton Grand Vacations Tournament of Champions.

Sigurskor Henderson var 16 undir pari, 272 högg (67 66 69 70).

Sigurinn var öruggur – hún átti heil 4 högg á næstu keppendur, þær Maju Stark og Charley Hull, sem báðar léku á samtals 12 undir pari, hvor.

Nelly Korda varð í 4. sæti á samtals 11 undir pari og í 5. sæti varð Nasa Hataoka á samtals 9 undir pari.

Sigur Brooke er 13. sigur hennar á LPGA!!!

Sjá má lokastöðuna á Hilton Grand Vacation Tournament of Champions með því að SMELLA HÉR: