Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen ——- 3. febrúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og er því 54 ára í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að rifja Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Þorgeir Pálsson og Gísli Þór Þórðarson – 2. febrúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Þorgeir R. Pálsson og Gísli Þór Þórðarson. Þorgeir er fæddur 2. febrúar 1968 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfings-ins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Þorgeir R. Pálsson Þorgeir Pálsson – Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!! 🙂 Gísli Þór Þórðarson er fæddur 2. febrúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Gísli Þór er GR-ingur, sem býr í Svíþjóð með sambýliskonu sinni, Önnu Pálsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Gísli Þór Þórðarson (t.v.) Gísli Þór Þórðarson – Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Júlíus Freyr Valgarðsson – 1. febrúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Júlíus Freyr Valgarðsson. Hann er fæddur 1. febrúar 1978 og á því 45 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Vilhjálms til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan. Júlíus Freyr Valgarðsson – Innilega til hamingju með 45 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Debbie Austin, 1. febrúar 1948 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!) og Jimmy Lee Thorpe, 1. febrúar 1949 (74 ára); Vilhjalmur Hjalmarsson, 1. febrúar 1967 (56 ára). Annþór Kristján Karlsson, 1. febrúar 1976 (47 ára); Hildur Þorvarðardóttir, 1. febrúar 1992 (31 árs); María Egilsdóttir, 1. febrúar 1997 (26 ára); Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 1. febrúar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD – 31. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er íþróttamaður Dalvíkur 2011, kylfingurinn Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, í Golfklúbbnum Hamar, á Dalvík (GHD). Sigurður Ingvi er fæddur 31. janúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Sigurður Ingvi varð árið 2011 fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða. Þá varð hann í 2.sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17- 18 ára. Einnig varð hann Norðurlandsmeistari í 17-18 ára flokki unglinga. Sigurður Ingvi var í fremstu röð í sínum aldursflokki um árabil og stundaði æfingar af þrautseigju og af miklu kappi og dug. Hann var í 15 kylfinga 2012 Norðurlandsúrvali þáverandi landsliðsþjálfara, Úlfars Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2023
Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 68 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (68 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (55 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 Lesa meira
PGA: Max Homa sigraði á Farmers Insurance Open
Það var Max Homa sem sigraði á Farmers Insurance Open. Sigurskor Homa var samtals 13 undir pari, 275 högg (68 70 71 66). Max Homa er fæddur 19. nóvember 1990 og því 33 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Californía, Berkeley. Hann er kvæntur Lacey Croom. Þetta er 8. sigur Homa sem atvinnumanns og sá 6. á PGA Tour. Í 2. sæti varð Keegan Bradley á samtals 11 undir pari og í 3. sæti Collin Morikawa á samtals 10 undir pari. Mótið fór fram á Suðurvelli Torrey Pines, í San Diego, Kaliforníu, dagana 25.-28. janúar 2023. Sjá má lokastöðuna á Farmers Insurance Open með því að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jack Burk jr. –——- 29. janúar 2023
Afmæliskylfingur dagsins er Jack Burk jr. Jack Burk fæddist 29. janúar 1923 og á því 100 ára afmæli í dag!!! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1941 og sigraði í 19 mótum á atvinnumannsferli sínum, þar af 16 á PGA Tour á árunum 1950-1963. Hann vann tvívegis í risamótum; í Masters 1956 og PGA Championship sama ár. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga (world golf hall of fame) árið 2000, auk þess að hafa hlotið flestallar mikilvægustu viðurkenningar og heiðursverðlaun, sem veittar eru kylfingum: M.a. var hann kylfingur ársins á PGA Tour 1956; árið 1952 hlaut hann Vardon Trophy; 2003 PGA Tour Lifetime Achievement Award og 2004 Bob Jones Award. Burk Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (4/2023)
Af hverju eru sagði golfbrandarar á laugardögum hér á Golf 1? Ástæðuna má m.a. finna í orðum Umberto Eco. Umberto Eco tók hugleiðingar Freuds skrefinu lengra og orðaði þær enn fallegar „Hlátur er listin að eyða óttanum. Hláturinn grefur undan tilkalli til valda með því að draga úr ótta. Það sem er viðurkennt sem fáránlegt hefur sóað mikilvægustu eiginleikum valdsins: ótta. Brandarinn er síðasta vopn þess sem hefur sætt sig við óþolandi aðstæður og berst bara með orðum.“ Þetta er líka ein af þeim ástæðum að svo margir golfbrandarar fjalla um hjón. Allir sem spila golf eða vilja lifa af í t.a.m. alræðiskerfi verða að segja brandara. Þetta er eins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Debbie Meisterlin Steinbach – 28. janúar 2023
Það er Debbie Meisterlin Steinbach, sem er afmæliskylfingur dagsins. Debbie er fædd 28. janúar 1953, í Fullerton, Kaliforníu og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hún var í California State (Cal State) University í Fullerton og lék í bandaríska háskólagolfinu. Debbie hóf að spila á LPGA árið 1975 og var besti árangur hennar T-5 árangur á Florida Lady Citrus, árið 1979. Eftir að hún gifti sig keppti hún undir nafninu Steinbach. Eftir að hún hætti keppni hóf hún að kenna golf og er meðal bestu 50 á sínu sviði að mati Golf for Women Magazine. Hún á enn 8 vallarmet og hefir 11 sinnum farið holu í höggi. Steinbach er Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2023
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Bryce Moulder og Mike Hill. Mike Hill er fæddur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 84 ára afmæli í dag. . Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Bryce Wade Moulder er fæddur 27. janúar 1979 í Lesa meira










