Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2023 | 18:00

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst í 4. sæti e. 1. dag á Indlandi!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði vel á Hero Indian Open mótinu sem fram fer í Nýju Delí dagana 23.-26. febrúar.

Mótið er hluti af DP World Tour atvinnumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Guðmundur Ágúst er í fjórða sæti eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem hann lék á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Hann er þremur höggum frá efsta sætinu.

Guðmundur Ágúst hóf leik á 10. braut í dag – hann fékk alls sex fugla (-1) á hringnum og tvo skolla (+1).

Nánari upplýsingar um mótið á Indlandi, rástímar, staða og úrslit – smelltu hér:

Texti og mynd: GSÍ