Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2023 | 13:50

Evróputúrinn: Guðmundur Kristján T-2 eftir 2. dag á Indlandi

Guðmundur Kristján Ágústsson hefir lokið leik á 2. hring á móti vikunnar á Evróputúrnum, Hero Indian Open.

Mótið fer fram í DLF G&CC, í Nýju-Delhi, á Indlandi.

Sá sem leiðir og er í 1. sæti er Þjóðverjinn Paul Yannik, en hann hefir spilað á samtals 10 undir pari (65 69).

Guðmundur Ágúst er jafn 3 öðrum í 2. sæti fyrir helgina, þ.e. heimamanninum Angad Cheema, sem væntanlega þekkir völlinn út og inn; Finnanum Mikko Korhonen og þýska snillingnum og reynsluboltanum Marcel Siem.

Allir hafa þeir 4 spilað á samtals 5 undir pari, hver; Guðmundur Ágúst (68 71). Glæsilegt!!!

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: 

Mynd: GSÍ