Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2023 | 23:30

LET: Ko nr. 1 á Aramco Saudi Ladies Int.

Það var nr. 1 á Rolex heimslista kvenna, Lydia Ko, sem sigraði á Aramco Saudi Ladies International mótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.

Sigurskor Ko var 21 undir pari, 267 högg (64 69 66 68).

Í 2. sæti varð indverski kylfingurinn Aditi Ashok, sem búin er að vera í dúndurstuði undanfarið, aðeins 1 höggi á eftir Ko.

Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu á samtals 19 undir pari, hver, Manon de Roey frá Belgíu og Lilia Vu og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum.

Þetta er í 2. sinn sem Ko tekst að sigra á Aramco Saudi Ladies International, en mótið er sérlega vinsælt því verðlaunafé er með því hæsta í kvennagolfinu

Lydia Ko er fædd 24. apríl 1997 og því 25 ára. Sigurinn er 25. sigur hennar á atvinnumannsferlinum og sá 7. á Evrópumótaröð kvenna.

Sjá má lokastöðuna á Aramco Saudi Ladies International með því að SMELLA HÉR: