
LET: Ko nr. 1 á Aramco Saudi Ladies Int.
Það var nr. 1 á Rolex heimslista kvenna, Lydia Ko, sem sigraði á Aramco Saudi Ladies International mótinu, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna.
Sigurskor Ko var 21 undir pari, 267 högg (64 69 66 68).
Í 2. sæti varð indverski kylfingurinn Aditi Ashok, sem búin er að vera í dúndurstuði undanfarið, aðeins 1 höggi á eftir Ko.
Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu á samtals 19 undir pari, hver, Manon de Roey frá Belgíu og Lilia Vu og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum.
Þetta er í 2. sinn sem Ko tekst að sigra á Aramco Saudi Ladies International, en mótið er sérlega vinsælt því verðlaunafé er með því hæsta í kvennagolfinu
Lydia Ko er fædd 24. apríl 1997 og því 25 ára. Sigurinn er 25. sigur hennar á atvinnumannsferlinum og sá 7. á Evrópumótaröð kvenna.
Sjá má lokastöðuna á Aramco Saudi Ladies International með því að SMELLA HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023