Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2019 | 13:00

Ryderinn 2020: Harrington tilkynnir að Rory muni verða í Ryder liði Evrópu 2020

Rory McIlroy, 29 ára, hefir upplýst að verið geti að hann uppfylli ekki kröfurnar um að vera meðlimur á Evróputúrnum. Ef Rory tekur ekki þátt í a.m.k. síðustu 4 mótum Evrópumótaraðarinnar þ.e. fyrir utan risamót og heimsmót, þá mun honum ekki takast að halda korti sínu… og sem stendur er hann bara skráður í 2 mót á Evróputúrnum. Hvað sem því líður þá hefir Pádraig Harrington, sem útnefndur var fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum, í gær, 8. janúar 2019, þegar tilkynnt að Rory muni verða í Ryderbikarsliði Evrópu 2020. Rory var einn af þeim kylfingum sem studdu Harrington í að verða fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu. …. og Harrington virðist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2019 | 09:00

Imahira fær boð á Masters

Hinn 26 ára japanski kylfingur Shugo Imahira, sem var efstur á peningalista Japan Golf Tour hefir hlotið sérstakt boð um að spila á Masters risamótinu. Það var framkvæmdastjóri Augusta National Fred Ridley sem tilkynnti í gær, 8 .janúar 2019, um að Imahira hefði verið boðið á Masters. Imahira mun spila í fyrsta sinn á Masters en hann hefir nú þegar spilað í hinum 3 risamótunum og ekki komist í gegnum niðurskurð í neinu þeirra þ.e. hann var með á Opna breska 2016; Opna bandaríska 2017 og PGA Championship 2018. Imahira er nr. 53 á heimslistanum og hefir 14 sinnum verið með efstu 10 í heimalandi sínu og sigraði m.a. á Bridgestone Open, þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Sigurdór Pálsson – 8. janúar 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Sigurdór Pálsson. Pétur Sigurdór er fæddur 8. janúar 2002 og á því 17 ára afmæli í dag. Pétur Sigurdór er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Pétur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Pétri Sigurdór til hamingju með afmælið hér að neðan: Pétur Sigurdór Pálsson, GOS – Innilega til hamingju með 16 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hjörleifur Larsen Guðfinnsson, 8. janúar 1955 (64 ára); Kristrún Runólfsdóttir, 8. janúar 1961 (58 ára); Nikki Garrett, 8. janúar 1984 (35 ára) ….. og ….. Jónína Pálsdóttir …. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2019 | 08:00

Heimslistinn: Schauffele í 6. sæti – Rose efstur!

Staða efstu 10 manna á heimslistanum í byrjun árs 2019 er eftirfarandi: 1 sæti Justin Rose 9.46 stig 2 sæti Brooks Koepka 9.33 stig 3 sæti Dustin Johnson 8.36 stig 4 sæti Justin Thomas 8.17 stig 5 sæti Bryson DeChambeau 7.02 stig 6 sæti Xander Schauffele 6.49 stig 7 sæti Jon Rahm 6.36 stig 8 sæti Rory McIlroy 6.04 stig 9. sæti Francesco Molinari 5.83 stig 10. sæti Tony Finau 5.47 stig Á dyrnar á topp-10 banka síðan 5 kylfingar: Jason Day (11. sæti); Rickie Fowler (12. sæti); Tommy Fleetwood (13. sæti); Tiger Woods (14. sæti) og Patrick Reed (15. sæti). Mynd: Rose (t.v.) efsti maður heimslistans og hástökkvari vikunnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2019 | 07:00

Ryderinn 2020: Garcia bendir á lykilvandkvæði f. hugsanlegan Ryder fyrirliða Harrington

Sergio Garcia styður það að Padráig Harrington verði næsti fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2020 þegar lið Evrópu leitast við að verja bikarinn, sem þeir náðu aftur til Evrópu, í París sl. ár. Búist er við að formlega verði tilkynnt hver verði næsti Ryder fyrirliði Evrópu seinna í dag. Hins vegar hefir Garcia bent Harrington á lykilvandkvæði sem hann gæti staðið frammi fyrir. Það olli gagnrýni á sl. ári þegar áhangendur í París púuðu á lið Bandaríkjanna síðustu tvo keppnisdagana þ.e. um helgina, sem úrslitin réðust. Í ljósi þess myndi hinn þrefaldi risamótssigurvegari (Harrington) að mati Garcia eiga erfitt verk fyrir höndum að halda einbeitingu hjá liðsmönnum sínum í Bandaríkjunum, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2019 | 22:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir júní 2018

Þann 1. júní 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Tiger hefði í fréttatilkynningu þurft að bera til baka orðróm þar um að bakmeiðsli hans væru að taka sig upp. Sama dag var frétt á Golf 1 um að félagsmiðadrottningin Paige Spiranac hefði látið framleiða grip, en ágóðinn færi í baráttu gegn einelti. Það var danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem bar sigur úr býtum á Opna ítalska á Evróputúrnum, móti sem fram fór 31. maí – 3. júní 2018. Það var Bryson DeChambeau sem stóð uppi sem sigurvegari á PGA Tour mótinu the Memorial Tournament presented by Nationwide, sem fram fór venju skv. í Muirfield Village GC,  Dublin,  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2019 | 19:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir júní 2018

Atvinnukylfingarnir  Haraldur Franklín Magnús GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG, komust í gegnum niðurskurð á Jyske bank PGA Championship, en  Andri Þór Björnsson, GR, sem einnig tók þátt í mótinu, náði ekki niðurskurði, í þessu móti sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og fór fram í Silkeborg Ry Golfklub, í Danmörku, dagana 30. maí – 1. júní 2018. Haraldur Franklín lauk keppni á besta skorinu af Íslendingunum þremur; lék samtals á 5 undir pari, 211 höggum (66 72 73) og endaði T-16. Ólafur Björnt lauk keppni T-34; lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (66 75 74). Ísfélag Vestmannaeyja stóð fyrir stórglæsilegu sjómannamóti föstudaginn 1. júní 2018. Keppnin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Gunnarsson – 7. janúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Gunnarsson.  Einar er fæddur 7. janúar 1976 og á því 43 ára afmæli í dag. Hann var golfkennari hjá Golfklúbbnum Mostra á Stykkishólmi (GMS), en kennir nú út í Vestmannaeyjum. Einar er kvæntur Söru Jóhannsdóttur og eiga þau 4 börn, þ.á.m. afreks-kylfinginn Kristófer Tjörva Einarsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Einar Gunnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, GHD, 7. janúar 1942 (77 ára); Grímur Kolbeinsson, 7. janúar 1952 (67 ára); Jaxl Teppahreinsun (64 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2019 | 23:00

PGA: Schauffele sigurvegari TOC

Það var bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele sem stóð uppi sem sigurvegari á 1. móti ársins 2019 á PGA Tour, Tournament of Champions (TOC). Sjá má kynningu Golf 1 á Schauffele með því að SMELLA HÉR:  TOC fór að venju fram á Kapalua, Hawaii og aðeins sigurvegarar ársins 2018 á PGA Tour áttu þátttökurétt. Mótið var haldið 3.-6. janúar 2019 og lauk því í dag. Schauffele lék á samtals 23 undir pari og má segja að glæsilokahringur hans upp á 11 undir pari, 62 högg hafi tryggt honum sigurinn, en með þessu skori jafnaði hann vallarmetið á Plantation vellinum á Kapalua. Í 2. sæti varð Gary Woodland aðeins 1 höggi á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Björg Rafnsdóttir – 6. janúar 2019

Það er Herdís Björg Rafnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Herdís Björg er fædd 6. janúar 1962 og á því 57 ára afmæli í dag. Herdís Björg er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir tekið þátt í nokkrum opnum golfmótum með góðum árangri m.a. Styrktarmóti Soroptimista á Nesvelli þ. 25. ágúst 2011, þar sem hún varð í verðlaunasæti (4. sæti) af fjölmörgum konum sem þátt tóku. Herdís Björg er verkfræðingur að mennt frá University of Washington. Hún er gift Þorsteini G. Gunnarssyni og eiga þau 2 syni. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Cary Middlecoff, f. 6. janúar 1921 Lesa meira