Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2019 | 07:00

Adam Scott sleppir heimsmótunum 2019

Kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma, ástralski kylfingurinn Adam Scott, hefir tilkynnt að hann ætli sér ekki að spila í neinu af þeim 3 heimsmótum, sem eftir eru á PGA Tour keppnistímabilinu.

Keppnisskrá PGA Tour var birt fyrir 2019 árið og átti hún að vera hentugri upp á risamótin að gera, en hvað önnur mót snertir þá standa kylfingar sem eru í lúxus sporum Scott fyrir erfiðu vali.

Það er ekki óálgengt að kylfingar sleppi einu og einu heimsmóti, en öllum 3?

Í lokin fór ég bara auðveldustu leiðina og hugsaði með mér að ég ætlaði bara að spila í þeim (mótum) sem mér líkar og þeim sem skynsamt er að spila í,“ sagði fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Scott) fyrr í morgun í Hawaii.

Allt sem er óþægilegt, hvort heldur það er stórt mót eða ekki – ég veit ekki hvernig skilgreiningin á stóru móti ætti að vera – en í augnablikinu er ég ekki skráður í neitt heimsmótanna, vegna þess að þau eru í vikum sem eru óhentugar fyrir mig.“

Scott sem sigraði á The Masters 2013, lauk keppni T-18 á  WGC-HSBC Champions heimsmótinu í október í fyrra, en eftir það fór hann í langt frí og hann keppti ekki heldur heima fyrir í Ástralíu eins og hann hefir oftsinnis gert.

Hann segist ekki hafa snert kylfu í 6 vikur, sem er e.t.v. það lengsta frá því hann gerðist atvinnumaður.

Næsta heimsmót er í Mexíkó seint í febrúar n.k., en það er stuttu eftir Genesis Open í Riviera Country Club, sem er einn af uppáhaldsgolfstöðum Scott.  WGC-Dell Technologies Match Play, heimsmótið í holukeppni er síðan 2 vikum fyrir Masters risamótið og WGC-FedEx St. Jude Invitational, er viku eftir Opna breska, sem nú fer fram á N-Íralndi.

Scott, sem orðinn er 38 ára segir að hann ætli að einbeita sér að risamótunum; heimsmót séu ágæt en þau komi ekki nálægt risamótunum.

Ég vil gjarnan trúa því að mestu afrek mín eigi eftir að koma. Það verður ekki hjá því litið … fyrir mig er það að sigra í risamótum. Það er mælikvarðinn á árangri í íþrótt okkar (golfinu).