Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2019 | 19:00

Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir júlí 2018

Sei Young Kim frá S-Kóreu sigraði á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu, sem fram fór í Oneida, Wisconsin, dagana 4.-7. júlí 2018.

Þann 5.-8. júlí 2018 fór PGA Tour mótið A Military Tribute at The Greenbrier fram á The Old White TPC, í White Sulphur Springs, í Vestur-Virginíu. Sigurvegari mótsins varð Kevin Na.

Þann 10. júlí 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að frá og með 2019 myndi PGA Championship risamótið fara fram í maí, en það hefir hingað til verið það fjórða og síðasta af risamótunum 4 í karlagolfinu og hefir alltaf farið fram í ágúst.

Thidapa Suwannapura

Thidapa Suwannapura frá Thaílandi sigraði á LPGA mótinu, Marathon Classic presented by Dana
Sylvania, í Ohio dagana 11.-14. júlí 2018.

Það var suður-afríski kylfingurinn Brandon Stone sem sigraði á Aberdeen Standard Investments Scottish Open (Opna skoska), móti vikunnar á Evróputúrnum, sem fram fór 12. -15. júlí 2018.

Michael Kim sigraði á PGA Tour mótinu John Deere Classic sem fram fór á TPC Deere Run í Silvis, Illinois, dagana 12.-15, júlí 2018.

Francesco Molinari

Francesco Molinari varð fyrsti ítalski kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska sem fram fór í Carnoustie GC í Angus á Skotlandi 19.-22. júlí 2018.

Troy Merritt sigraði á PGA Tour móti þeirra sem heima sitja og fram fór sömu daga (19.-22. júlí 2018) og Opna breska þ.e. Barbasol Championship. Mótið var haldið í Keene Trace golfklúbbnum, í  Nicholasville, í Kentucky.

Suzann Pettersen (t.v.) og Catriona Matthew (t.h.)

Þann 24. júlí 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að fyrirliði liðs Evrópu í European Solheim Cup Catriona Matthew hefði útnefnt Suzann Pettersen og Kathryn Imrie sem varafyrirliða sína í Solheim Cup 2019, sem fram fer í september 2019 á velli Gleneagles hótelsins í Perthshire, Skotlandi.

Þann 25. júlí 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að Colin Montgomerie teldi evrópska Ryder bikars liðið vera það besta hingað til.

Angela Stanford

Bandaríski kylfingurinn Angela Stanford sigraði á 5. risamóti ársins hjá konunum The Evían Championship, sem fram fór í Evian-les-Bains, í Frakklandi dagana 25.-28. júlí 2018.

Það var thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn, sem bar sigur úr býtum á Opna skoska kvennamótinu, eða m.ö.o. Aberdeen Standard Investments Ladies Scotish Open, sem fram fór 26.-29. júlí 2018. Ariya lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (67 – 65 – 73 – 66).

PGA Tour mótið RBC Canadian Open fór fram dagana 26.-29. júlí 2018 í Glen Abbey GC, Oakville,Ontario, í Kanada. Sigurvegari varð Dustin Johnson.

Richard McEvoy sigraði á Porsche European Open á Green Eagle golfvellinum í Hamborg Þýskalandi, en mótið fór fram 26.-29. júlí 2018.