Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2019 | 21:00

Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir júlí 2018

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) fór fram dagana 28. júní – 1. júlí 2018. Þátttakendur voru 27 í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2018 urðu Sigurdís Reynisdóttir og Jóhann Sigurðsson.

Meistaramót GO fór fram dagana 30. júní – 7. júlí 2018. Þátttakendur, sem luku keppni voru 157 og var keppt í 18 flokkum. Klúbbmeistarar GO 2018 urðu Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon.

Meistaramót Nesklúbbsins (NK) fór fram dagana 30. júní – 7. júlí sl. Þátttakendur voru 164 í 13 flokkum. Klúbbmeistarar eru þau Karlotta Einarsdóttir og Ólafur Björn Loftsson.

Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar (GÍ) fór fram dagana 2.-5. júlí 2018.Skráðir þátttakendur voru 31, en 29 luku keppni og var keppt í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GÍ 2018 urðu Anna Guðrún Sigurðardóttir og Anton Helgi Guðjónsson.

Meistaramót Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) fór fram dagana 2. – 7. júlí 2018. Þátttakendur sem luku keppni voru 204 og var keppt í 20 flokkum. Klúbbmeistarar GM 2018 urðu Heiða Guðnadóttir og Kristján Þór Einarsson.

Haraldur Franklín Magnús

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands í 3. júlí 2018, á The Princes vellinum í Englandi, þegar hann varð í 2. sæti á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið eða The Open – og tryggði sér þar með keppnisrétt á þessu sögufræga risamóti sem fram fer á Carnoustie 19.-22. júlí. Haraldur Franklín varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að komast inn á eitt af risamótunum fjórum. Haraldur lék 36 holur þriðjudaginn 3. júlí 2018, á -2 samtals, sem tryggði honum annað sætið. Tom Lewis frá Englandi varð efstur á -4, Haraldur á -2 og Retief Goosen frá Suður-Afríku varð þriðji á -1 samtals. Goosen er einn þekktasti kylfingur Suður-Afríku en hann hefur tvívegis sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu.

Meistaramót Golfklúbbs Selfoss fór fram dagana 3. – 7. júlí 2018. Hlynur Geir Hjartarson og Alda Sigurðardóttir stóðu uppi sem klúbbmeistarar 2018.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tók þátt LET Access mótinu, Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2018, en mótið fór fram á Augas Santas Balneario & Golf Resort, í Lugo á Spáni, dagana 4.-6. júlí 2018. Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari, 145 höggum (74 71) og komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir LPGA atvinnukylfingur úr GR tók  þátt í Thornberry Creek LPGA mótinu 4.-7. júlí í Oneida, Wisconsin, í Bandaríkjunum.Ólafía lék á samtals 3 undir pari (69 73), en það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður 4 undir pari. Það munaði því aðeins 1 sárgrætilegu höggi að Ólafía Þórunn næði niðurskurði!  Þetta var 15. LPGA mótið á keppnistímabilinu 2018 hjá Ólafíu og þar af hafði hún á þessu stigi aðeins komist 4 sinnum í gegnum niðurskurð.

Meistaramót GB fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur, sem luku keppni voru 36 og var keppt í 8 flokkum.Klúbbmeistarar GB 2018 eru Arnór Tumi Finnsson og Lóa Dista Jóhannsson.

Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur voru 21 og kepptu í 6 flokkum. Klúbbmeistarar GHG 2018 urðu Þuríður Gísladóttir og Fannar Ingi Steingrímsson.

Andri Már og Hafdís Alda m.a. klúbbmeistarar GHR 2012 og 2018

Meistaramót GHR 2018 fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur voru 23 og kepptu þeir í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GHR 2018 urðu Hafdís Alda Jóhannsdóttir og Andri Már Óskarsson.

Meistaramót Golfklúbbsins Mostra á Stykkishólmi (GMS) fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur voru 14 í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GMS 2018 urðu Erna Guðmundsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson.

Klúbbmeistarar GS 2018 Guðmundur Rúnar og Zuzanna

Meistaramót GS fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Klúbbmeistarar GS 2018 urðu þau Zuzanna Korpak og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson.

Meistaramót Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði var haldið 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur í ár voru 74 í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GSE 2018 urðu Heiðrún Harpa Gestsdóttir og Hrafn Guðlaugsson.

Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) fór fram dagana 4.-7. júlí 2018. Þátttakendur sem luku keppni voru 39 í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GSG 2018 urðu Milena Medic og Hafsteinn Þór F Friðriksson.

Magnús Jónsson og Guðný Sigurðardóttir, klúbbmeistarar GBB 2018

Þann 5. júlí 2018 fór fram á Litlueyrarvelli á Bíldudal, meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB). Þátttakendur voru 14, 8 karl- og 6 kvenkylfingar!!! Klúbbmeistarar GBB 2018 urðu Guðný Sigurðardóttir og Magnús Jónsson.

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni, Camfil Nordic Championship.
Mótið stóð dagana 5.-7. júlí 2018 og fór fram í Åda Golf & Country Club í Trosa, Svíþjóð.Andri Þór og Guðmundur Ágúst komust ekki í gegnum niðurskurð, en það gerði hins vegar Haraldur Franklín.
Haraldur lék hringina 3 á samtals 4 undir pari, 212 höggum (74 69 69) og varð jafn 6 öðrum kylfingum í 21. sæti.

Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness (GÖ) fór fram dagana 5.-7. júlí 2018. Þátttakendur sem luku keppni að þessu sinni voru 82 í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GÖ 2018 urðu Soffía Björnsdóttir og margfaldur klúbbmeistari GSE, Tryggvi Valtýr Traustason.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG lauk keppni á móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Prague Golf Challenge, sem fram fór 5.-8. júlí 2018. Birgir lék samtals á 282 höggum (73 68 70 71) og varð T-45. Axel Bóasson tók einnig þátt í mótinu en náði því miður ekki niðurskurði og munaði aðeins 2 höggum!

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fór fram dagana 8.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 328 í 25 flokkum. Klúbbmeistarar GKG 2018 urðu Árný Eik Dagsdóttir og Alfreð Brynjar Kristinsson.

Ragnhildur Sigurðardóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson klúbbmeistarar GR 2018

Meistaramót GR fór fram dagana 8.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 381, sem kepptu í 26 flokkum, en þetta var langfjölmennasta meistaramót Íslands í elsta golfklúbbi landsins. Klúbbmeistarar GR 2018 urðu Ragnhildur Sigurðardóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson.

Meistaramót Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði fór fram dagana 8.-14. júlí 2018. Alls tóku 275 kylfingar úr Golfklúbbnum Keili þátt á mótinu. Klúbbmeistarar GK 2018 urðu Þórdís Geirsdóttir og Axel Bóasson.

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 19. sæti á Evrópumóti kvenna sem fram fór á GC Murhof vellinum í Austurríki, dagana 10.-14. júlí 2018. Ísland endaði í 18. sæti eftir höggleikinn.

Íslenska karlalandsliðið keppti við Tékkland um sæti 11.-12. á Evrópumóti landsliða sem fram fór í Þýskalandi, dagana 10.-14. júlí 2018. Ísland hafði betur, 3/2, og endaði því í 11. sæti.

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram dagana 11.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 41, sem kepptu í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GG 2018 urðu Svanhvít Helga Hammer  og Jón Júlíus Karlsson.

Meistaramót Golfklúbbs Húsavikur fór fram dagana 11.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 26 sem kepptu í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GH 2018 urðu Birna Dögg Magnúsdóttir og Karl Hannes Sigurðsson.

Haraldur Þórðarson og Margrét Geirsdóttir urðu klúbbmeistarar GKB 2018, en meistaramóti klúbbsins fór fram 11.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 40, sem kepptu í 10 flokkum.

Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi fór fram dagana 11.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 95 sem kepptu í 17 flokkum. Klúbbmeistarar GL 2018 urðu Valdís Þóra Jónsdóttir og Stefán Orri Ólafsson.

Sigurvegarar í Meistaramóti GV 2018

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) fór fram dagana 11.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 47 og var keppt í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2018 urðu Katrín Harðardóttir og Daníel Ingi Sigurjónsson.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í Marathon Classic Presented by Owens Corning and 0-1, dagana 12.-15. júlí 2018. Hún lék á samtals sléttu pari, 284 höggum (68 70 71 75). Ólafía varð T-56 þ.e. jöfn öðrum í 56. sæti mótsins og hlaut í verðlaunafé fyrir árangur sinn $4,495.00 (eða u.þ.b. kr. 500.000). Sigurvegari í mótinu var Thidapa Suwannapura frá Thaílandi.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Italian Challenge presented by Cashback World, en mótið fór fram 12.-15. júlí 2018. Birgir lék á samtals á 1 yfir pari, 143 höggum (70 73). Það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður við samtals 2 undir pari eða betra.

Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar (GÚ) fór fram dagana 13.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 31, sem kepptu í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GÚ 2018 urðu Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Bjarki Þór Davíðsson.

Árni Zophaníasson

Árni Zophoniasson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. holu Leirdalsvallar á síðasta degi meistaramóts GKG, 14. júlí 2018.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Góðgerðarmót KPMG fór fram 18. júli 2018 á Hvaleyrarvelli. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir mætti þar ásamt nokkrum LPGA kylfingum þ.e. þeim Cheyenne Woods, Madeleine Sheils, Allison Emrey og Alexöndru Jane Newell. Árið 2018 var góðgerðarmótið til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna.

Þann 19.-21. júlí 2018 fór fram Íslandsmót eldri kylfinga (50+) – (ICELANDAIR) á Urriðarvelli. Íslandsmeistarar 50+ urðu Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ og Þórdís Geirsdóttir, GK en Íslandsmeistarar 65+ Jón Haukur Guðlaugsson, GR og Áslaug Sigurðardóttir, GKB.

Axel Bóasson tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröðinni, Le Vaudreuil Golf Challenge, sem fram fór dagana 19.-22. júlí 2018 í Le Vaudreuil í Frakklandi. Axel komst ekki gegnum niðurskurð.

Þann 20. júlí 2018 var frétt þess efnis að Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR og fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að taka þátt í Opna breska væri úr leik á þessu elsta og hefðbundnasta allra risamóta.

Þann 20.-22. júlí 2018 fór fram 6. mótið á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 – KPMG mótið og var keppt um Hvaleyrarbikarinn. Sigurvegarar urðu Henning Darri Þórðarson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.

Á sama tíma, 20.-22. júli 2018 fór fram 4. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, en þetta var Íslandsmótið í holukeppni. Keppnisstaður var Jaðarsvöllur, völlur GA á Akureyri. Íslandsmeistarar í holukeppni í unglingaflokkum urðu eftirfarandi:
Flokki 19.-21. árs pilta Kristófer Orri Þórðarsson, GKG.
Flokki 17-18. ára pilta Kristófer Karl Karlsson, GM.
Flokki 17-18 ára stúlkna Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD.
Flokki 15-16 ára drengja Lárus Ingi Antonsson, GA.
Flokki 15-16 ára telpna Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA.
Flokki 14 ára og yngri stráka Tristan Snær Viðarsson, GM.
Flokki 14 ára og yngri stelpna Nína Margrét Valtýsdóttir, GR.

Þann 21. júí 2018 fór fram á Arnarholtsvelli hjá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík 4. mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka. Eldri krakkarnir spiluðu 18 holur og þeir yngri 9 holur. Úrslit urðu eftirfarandi:
(18 holur):
Piltar 15-18 ára Birnir Kristjánsson, GHD.
Strákar 14 ára og yngri Hjalti Jóhannsson, GK.
Stelpur 14 ára og yngri Kara Líf Antonsdóttir, GA.

(9 holur):
Hnokkar 12 ára og yngri Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ.
Hnátur 12 ára og yngri Una Karen Guðmundsdóttir, GSS.
Hnokkar 10 ára og yngri Tryggvi Jónsson, GR.
Hnátur 10 ára og yngri Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR.

Jónína Birna og Elías klúbbmeistarar urðu klúbbmeistarar GF 2018, en vegna rigningarveðurs var aðeins 1 umferð sem spiluð var 21.júlí 2018 látin gilda.

Art Deco kvennamótið fór fram hjá GVS 21. júli 2018. Á besta skori varð Heiður Björk Friðbjörnsdóttir GS og Guðrún Másdóttir, GR sigraði í punktakeppninni.

Hjörtur og Eygló

Meistaramót Golfklúbbsins Lundar (GLF) fór fram 22. júlí 2018 á Lundsvelli í Fnjóskadal. Þátttakendur, sem luku keppni voru 30 og var keppt í kvenna- og karlaflokki. Klúbbmeistarar GLF 2018 urðu Eygló Birgisdóttir og Hjörtur Sigurðsson.

Þann 25. júlí 2018 fór fram Læknamótið á Brautarholtsvelli. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf. Sigurvegari í mótinu varð Guðlaugur B. Sveinsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði með 36 punkta.

Þann 25. júlí 2018 birtist frétt þess efnis á Golf 1 að sérfræðingar valdir af GSÍ hefðu spáð Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Haraldi Franklín Magnús Íslandsmeistaratitlinum í höggleik 2018. Spáin rættist til helminga, þ.e. Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í kvennaflokki en Axel Bóasson stóð uppi sem Íslandsmeistari í höggleik 2018.

Þann 25. júlí 2018 var frétt þess efnis að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hefði tryggt sér sæti á Opna breska meistaramótinu. Mótið fer fram á Royal Lytham & St Annes Golf Club á Englandi 2.- 5. ágúst.

Axel og Guðrún Brá Íslandsmeistarar í höggleik 2018

Dagana 26.-29. júlí 2018 fór fram Íslandsmótið í höggleik á Vestmannaeyjavelli og var þetta 7. móti á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Íslandsmeistarar í höggleik 2018 urðu þau frændsystkin Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson. Þess mætti geta að 2018 fagnaði GV 80 ára afmæli sínu.

Þann 26.-29. júlí 2018 tóku Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir báðar þátt í Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open eða Opna skoska upp á okkar ilhýra, en hvorug komst í gegnum niðurskurð.

Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.

Þann 26.-29. júlí 2018 tók Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, þátt í Porsche European Open mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék samtals á sléttu pari 288 höggum (72 70 75 71) og lauk keppni T-48 þ.e. deildi 48. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Fyrir árangur sinn í mótinu hlaut Birgir Leifur € 9,200 (sem er eitthvað um ISK 1.120.000,-) Glæsilegt hjá Birgi Leif!!!

Meistaramót Golfklúbbs Dalbúa fór fram 28. júlí 2018. Klúbbmeistarar GD 2018 urðu þau Sigrún María Ingimundardóttir og Böðvar Schram.