Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2019 | 07:42

Fylgist m/Valdísi Þóru í Abu Dhabi HÉR:!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur keppnistímabilið á sterkustu atvinnukvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (LET) nú í morgun, miðvikudaginn 10. janúar. Fatima Bint Mubarak Ladies Open á LET  fer fram í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar 2019.

Valdís Þóra á rástíma eftir u.þ.b. 1 klukkustund þ.e. kl. 8:42 eða kl. 12:42 að staðartíma á fyrsta keppnishringnum.

Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 04:32 að íslenskum tíma eða kl. 08:32 að staðartíma.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR:

Valdís Þóra varð fyrir því óláni að farangur hennar skilaði sér ekki frá London eftir ferðalagið frá Íslandi þann 3. janúar s.l.

Hún útskýrði stöðuna í færslu á facebook síðu sinni,  sem sjá má hér fyrir neðan:

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!
Keppnistímabilið á Evróputúrnum 2019 byrjar í fyrramálið og ég er stödd í Abu Dhabi. Ég flaug frá Íslandi þann 3. Janúar og ætlaði mér að ná nokkrum auka æfingadögum á grasi og með nýju kylfurnar en þær ásamt fötunum mínum ákváðu að fara í ævintýraferð í London og mættu ekki fyrr en seinni partinn þann 5. Jan! Þið vitið hvernig þetta gengur fyrir sig 😅 en ég náði 4 æfingadögum hérna á vellinum og veðrið hefur verið hið fínasta.
Mótið er þannig upp sett að við spilum með áhugamanni í liði en einnig í sér keppni á milli okkar atvinnumannanna. Ég á rástíma á 1 teig kl 12:42 á morgun en það er síðasti rástíminn og svo er ég af 10 teig kl 8:32 á föstudagsmorgun. Tímamismunurinn hér í Abu Dhabi er sá að ég er 4 klst á undan Íslandi.
Þið getið fylgst með skorinu á www.ladieseuropeantour.com 😉
Happy new year dear friends!
The 2019 season of the ladies European tour is starting tomorrow morning and we are playing in Abu Dhabi. I departed Iceland on January 3rd to get some extra practice days in on grass and with my new clubs but my clubs and clothes decided to go on an adventure in London and arrived late on January 5th. You know how these thing goes 😅 but I got in 5 practice days here at the course and the weather has been lovely.
This tournament is a pro am so we will be paired up with an amateur but also competing separately between all the pros. I’m teeing off at 12:42 local time off the 1st tee tomorrow and 8:32 off the 10th on Friday! You can follow the scores at the link above 😉