Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2019 | 13:00

LET: Valdís Þóra á +6 e. 1. dag í Abu Dhabi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL átti ekki óskabyrjun á Fatimu Bint Mubarak Ladies Open LET mótinu, sem fram fer í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar 2019.

Valdís Þóra lék á 6 yfir pari, 78 höggum – fékk 2 skramba, 3 skolla og aðeins 1 fugl.

Það er enski kylfingurinn Charley Hull, sem tekið hefir forystuna á 5 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Fatimu Bint SMELLIÐ HÉR: