Bandaríska háskólagolfið: 9 íslenskir kylfingar v/keppni í dag víðsvegar um Bandaríkin
Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í GVSU hefja keppni á CSUSM Fujikura Invitataional í San Marco, Kaliforníu. Arna Rún mun einvörðungu keppa sem einstaklingur. Fylgjast má með gengi Örnu Rún með því að SMELLA HÉR: Birgir Björn Magnússon GK og Gunnar Guðmundsson GKG og félagar í Bethany Swedes taka þátt í Eagle Golf Classic, í Hillcrest CC, í Bartlesville, Oklahoma. Fylgjast má með gengi þeirra félaga með því að SMELLA HÉR: Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, taka þátt í General Hackler Championship á Myrtle Beach, í Suður-Karólínu. Fylgjast má með gengi Bjarka og Gísla og félaga með því að Lesa meira
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn í harðri baráttu um Ólympíusæti
Ólympíuleikarnir í Tókýó í Japan verða settir þann 24. júlí árið 2020 eða eftir 500 daga. Atvinnukylfingar í kvenna – og karlaflokki hafa því enn góðan tíma til að ná sem bestri stöðu á heimslistanum til þess að eiga möguleika á að komast inn á ÓL. Eins og staðan var 11. mars 2019, eru bæði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (Leynir) inni á keppendalistanum í kvennaflokki. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun mála á þessum lista allt fram til í fyrstu vikuna í júlí 2020 – en þá verður endanlegur keppendalisti gefinn út. Ólafía er í sæti nr. 53 á ÓL listanum og Valdís Þóra Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Anne-Catherine Tanguay (51/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Valdís Þóra fer upp um 35 sæti á heimslistanum
Þrír íslenskir kylfingar eru á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki en listinn er uppfærður vikulega. Sjá má listann í heild sinni með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, fer upp um 35 sæti á heimslistanum eftir að hafa endað í 5. sæti á LET Evrópumótaröðinni um s.l. helgi. Valdís Þóra er í sæti nr. 402 en besti árangur hennar á heimslistanum er 299. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í sæti nr. 347 en hún fer niður um 11 sæti á milli vikna. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í sæti nr. 985 á þessum lista og fer niður um 22 sæti á milli vikna. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Lesa meira
Tiger segir að sér líði vel!
Tiger Woods kom á TPC Sawgrass fyrir THE PLAYERS Championship síðdegis í gær, mánudaginn 11. mars 2019 og er nú fastlega búist við að hann muni spila í mótinu. Hann sagði að sér liði vel. „Allt er í góðum gír,” sagði hann við fréttamenn Golfweek og USA TODAY. „Mér líður vel. Ég þurfti á fríi að halda í sl. viku.“ Tiger er sá eini sem tekist hefir að sigra í The Players bæði í mars og maí. Hann sigraði í 80. PGA Tour móti sínu á Tour Championship á sl. ári en hefir ekki náð að landa sigri á þessu ári. Síðast spilaði hann í heimsmótinu í Mexíkó þar sem Lesa meira
Michelle Wie trúlofast
LPGA stjarnan Michelle Wie er búin að trúlofa sig. Sá heppni er Jonnie West, sonur NBA stjörnunnar, Jerry West, sem nú er í „ops-inu“ fyrir Golden State Warriors. Fyrirsögnin „Wie goes West“ hefir sést víða á félagsmiðlum. Wie birti mynd af þeim Jonnie, þar sem Jonnie er á hnjánum að biðja hennar og við myndina skrifaði Wie: „My person for life“ (Lausleg þýðing: „Manneskja lífs míns“) og birti Wie mörg rauð hjörtu við. Sjá má myndina af þeim skötuhjúunum með því að SMELLA HÉR:
PGA: Clark kemur í stað Pat Perez á Players
Það er nýliðinn Wyndham Clark, sem fær tækifæri til að spreyta sig á móti vikunnar á PGA Tour, The Players Championship, vegna þess að gamla brýnið Pat Perez sneri sig um öklann í ræktinni og sleit hásin og getur því ekki tekið þátt. Í gær tvítaði Perez: „Blew out my Acilles. See y´all down the road somewhere.“ Clark var m.a. í forystu eftir 54 holur á The Honda Classic og náði þeim glæsta árangri að verða T-7 í mótinu, sem er 2. topp-10 árangur hans á nýliðaári hans á PGA Tour. Spennandi að sjá hvað Clark gerir með Players tækifærið!!! Clark fer af stað á 10. holu kl. 2:30 að Lesa meira
Ánægja ítalskra golffréttamanna með sigurpútt Molinari
Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari sigraði s.s. allir sem fylgjast með golf vita á Arnold Palmer Invitational. Sigurskor Molinari var 12 undir pari, 276 högg (69 70 73 64) og það var einkum magnaður lokahringurinn sem lagði grunn að sigrinum. Sjá má hápunktana í lokahring Molinari í mótinu með því að SMELLA HÉR: Það er gaman að virða fyrir sér sigurpútt Francesco Molinari á Arnold Palmer Invitational, en það er jafnvel enn skemmtilegra þegar hlustað er á lýsingu ítölsku golffréttamannanna, sem ráða sér vart fyrir gleði. Sjá má myndskeið af sigurpútti Molinari ásamt lýsingu ítölsku golffréttamannanna með því að SMELLA HÉR:
Hver er kylfingurinn: Justin Harding?
Justin Harding sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Oman Open, sem fram fór 7.-10. mars 2019. En hver er þessi suður-afríski kylfingur, Justin Harding? Justin Harding fæddist 9. febrúar 1986 í Somerset West, í S-Afríku og er því 33 ára. Í dag býr Harding í Höfðaborg, í S-Afríku Hann er 1,83 m á hæð og 80 kg. Harding stundaði nám í Lamar University í Texas og spilaði í bandaríska háskólagolfinu. Eftir útskrift frá Lamar 2009 komst hann strax á Sólskinstúrinn suður-afríska í 1. tilraun, reyndar varð hann í 3. sæti í úrtökumótinu og var enn áhugamaður. Hann sigraði í mótum á öllum fyrstu 3 keppnistímabilum sínum á Sólskinstúrnum, 2010, 2011 Lesa meira
Trump sigraði í móti sem hann tók ekki þátt í
Donald Trump er mikill golfunnandi og áhugamaður – hann á meira en 12 fyrsta flokks golfvelli um allan heim og hann getur tekið upp símann og fengið menn eins og Tiger Woods eða Jack Nicklaus til þess að spila hring við sig. Síðasta Trump sagan er eitthvað á þá leið að á búningsskáp Trump í Trump International golfklúbbnum í West Palm Beach í Flórída sé nýtt skilti og á því stendur „2018 klúbbmeistari karla“. (Þetta eru ekki „fake“ fréttir. Sjá má mynd af búningsskáp Trump hér að neðan). Að verða klúbbmeistari karla í golfklúbb sínum er mikið afrek fyrir hvern sem er, sérstaklega 72 ára gamlan mann í krefjandi starfi Lesa meira










