Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Sepp Straka (31/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Erlings- dóttir og Jón Andri Finnsson – 11. mars 2019

Það eru Sigríður Erlingsdóttir og Jón Andri Finnsson, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Sigríður er fædd 11. mars 1976 og á því 43 ára afmæli í dag!!! Sigríður er í Golfklúbbi Sandgerðis og reyndar fv. formaður klúbbsins. Komast má á facebooksíðu Sigríðar til þess að óska henni til hamingu með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Erlingsdóttir (43 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Jón Andri er fæddur 11. mars 1973 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Jón Andri er í Golfklúbbi Reykjavíkur, er þar einn félaga í Elítunni, lokaðs hóps lágforgjafarkylfinga. Jón Andri er í sambúð með Ragnhildi Sigurðardóttur, og á eina dóttur. Komast má á facebooksíðu Jóns Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 15:00

Hvað var í sigurpoka Molinari?

Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í sigurpoka Francesco Molinari þegar hann sigraði á Arnold Palmer Invitational:  Dræver: Callaway Epic Flash Sub Zero (9°) Skaft: Mitsubishi Tensei CK Pro Blue 70 TX Brautartré: Callaway Epic Flash Sub Zero (13.5 °) Skaft: Mitsubishi Tensei CK Pro Blue 80 TX Blendingur: Callaway Apex Hybrid (20 °) Skaft: Mitsubishi Tensei CK Pro Blue 90 TX Járn: Callaway Apex Pro ’19 (4-járn), Apex MB ’18 (prototype) (5-PW) Sköft: True Temper Dynamic Gold X 100 Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 4 (50°, 56° og 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold X 100 Pútter: Odyssey Toulon Madison Stroke Lab Bolti: Callaway Chrome Soft X Grip: Lamkin TS1

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lauren Stephenson (50/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: 9 íslenskir kylfingar v/keppni í dag víðsvegar um Bandaríkin

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í GVSU hefja keppni á CSUSM Fujikura Invitataional í San Marco, Kaliforníu.  Arna Rún mun einvörðungu keppa sem einstaklingur. Fylgjast má með gengi Örnu Rún með því að SMELLA HÉR:  Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, taka þátt í General Hackler Championship á Myrtle Beach, í Suður-Karólínu. Fylgjast má með gengi Bjarka og Gísla og félaga með því að SMELLA HÉR: Björn Óskar Guðjónsson, GM og félagar í Ragin Cajuns hefja keppni á Lamkin Grips San Diego Classic, í San Diego, Kaliforníu. Fylgjast má með gengi Björns Óskars og félaga með því að SMELLA HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 22:30

LET: Valdís í 51. sæti stigalistans

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er í 51. sæti stigalista LET eftir T-5 frammistöðu á NSW Open. Eftir frábæra frammistöðu á NSW Open er Valdís Þóra með 15,88 stig. Efst  á stigalistanum er vinkona Valdísar Þóru, Marianne Skarpnord, með 246.49 stig. Sjá má stigalista LET í heild sinni með því að SMELLA HÉR: Næsta mót sem Valdís Þóra spilar í er Investec South African Open mótið, sem hefst n.k fimmtudag.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 22:00

PGA: Francesco Molinari sigraði á Arnold Palmer Inv.

Það var Francesco Molinari sem sigraði á Arnold Palmer Invitational, móti vikunnar á PGA Tour, sem fram fór dagana 7.-10. mars 2019 á Bay Hill. Sigurskor Molinari var 12 undir pari, 276 högg (69 70 73 64). Í 2. sæti var Matthew Fitzpatrick á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 70 67 71). Þriðja sætinu deildu síðan hinn helmingur „Moliwood“ Tommy Fleetwood, Sungjae Im frá S-Kóreu og Rafa Cabrera Bello, allir á samtals 9 undir pari, hver. Evrópskir kylfingar í 4 af efstu 5 sætunum á Arnold Palmer Inv.  – sem er frábært!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Arnold Palmer Invitational SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 16:20

Afmæliskylfingur dagsins: Inga Magnúsdóttir – 10. mars 2019

Það er margfaldur Íslandsmeistari og klúbbmeistari GA, Inga Magnúsdóttir, sem á 80 ára merkisafmæli í dag, en hún er fædd 10. mars 1939. Inga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, fyrrverandi formaður hans og fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu! Hún er móðir Magnúsar Birgissonar, golfkennara og stórkylfinganna Sólveigar og Laufeyjar. Inga Magnúsdóttir, GK, er t.a.m. tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 65+ árið 2014, í höggleik með og án forgjafar. Komast má á facebook síðu Ingu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Inga Magnúsdóttir – innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, 10. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Justin Harding sigraði á Qatar Masters

Það var Justin Harding frá S-Afríku sem sigraði á Commercial Bank Qatar Masters, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum og fór fram í Doha GC, í Doha, Qatar, dagana 7.-10. mars og lauk í dag. Þetta er fyrsti sigur Harding á Evróputúrnum. Sigurskor Harding var 13 undir pari, 275 högg (68 68 73 66). Í 2. sæti urðu hvorki fleiri né færri en 9 kylfingar, allir á 11 undir pari, 2 höggum á eftir Harding, þ.á.m. Christiaan Bezuidenhout, Erik Van Rooyen og George Coetzee, landar Harding. S-Afríkumenn sigursælir!!! Sjá má lokastöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 4. dags á Qatar Masters með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Anton Karlsson (19/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira