Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2019 | 11:12

Bandaríska háskólagolfið: 9 íslenskir kylfingar v/keppni í dag víðsvegar um Bandaríkin

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í GVSU hefja keppni á CSUSM Fujikura Invitataional í San Marco, Kaliforníu. Arna Rún mun einvörðungu keppa sem einstaklingur. Fylgjast má með gengi Örnu Rún með því að SMELLA HÉR:

Birgir Björn Magnússon GK og Gunnar Guðmundsson GKG og félagar í Bethany Swedes taka þátt í Eagle Golf Classic, í Hillcrest CC, í Bartlesville, Oklahoma. Fylgjast má með gengi þeirra félaga með því að SMELLA HÉR:

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson, GK og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, taka þátt í General Hackler Championship á Myrtle Beach, í Suður-Karólínu. Fylgjast má með gengi Bjarka og Gísla og félaga með því að SMELLA HÉR:

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe, taka þátt í WKU Spring Break Shootout í Dade City, Flórída. Fylgjast má með gengi Evu Karenar og félaga með því að SMELLA HÉR:

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas University taka þátt í General Hackler Championship á Myrtle Beach, í Suður-Karólínu. Fylgjast má með gengi Hlyns (Lenny) og félaga með því að SMELLA HÉR:

Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State, taka þátt í BYU Entrada Classic, í St George, Utah. Fylgjast má með gengi Sögu og félaga með því að SMELLA HÉR:

Vikar Jónasson, GK, og félagar í Southern Illinois University hefja keppni í USF Invitational, í Tampa, Flórída. Vikar mun einvörðungu keppa sem einstaklingur. Fylgjast má með gengi Vikars með því að SMELLA HÉR: