Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2019 | 20:00

Trump sigraði í móti sem hann tók ekki þátt í

Donald Trump er mikill golfunnandi og áhugamaður – hann á meira en 12 fyrsta flokks golfvelli um allan heim og hann getur tekið upp símann og fengið menn eins og Tiger Woods eða Jack Nicklaus til þess að spila hring við sig.

Síðasta Trump sagan er eitthvað á þá leið að á búningsskáp Trump í Trump International golfklúbbnum í West Palm Beach í Flórída sé nýtt skilti og á því stendur „2018 klúbbmeistari karla“. (Þetta eru ekki „fake“ fréttir. Sjá má mynd af búningsskáp Trump hér að neðan).

Að verða klúbbmeistari karla í golfklúbb sínum er mikið afrek fyrir hvern sem er, sérstaklega 72 ára gamlan mann í krefjandi starfi – því 2018 var Trump jú forseti Bandaríkjanna. En svo er annað lítið atriði sem öllum yfirsést: Trump spilaði ekki einu sinni í meistaramóti klúbbs síns.

Þannig að hvernig stendur á þessu skilti á búningsskáp hans? Ef grafist er nánar fyrir þá er raunverulegur klúbbmeistari maður að nafni Ted Virtue, forstjóri sem er félagi bæði í Winged Foot og í Trump International.

Virtue er með 3.3. í forgjöf sem er býsna gott fyrir 58 ára kylfing. Og hann er svo sannarlega klúbbmeistari í Trump International. En svo hittust þeir Virtue og Trump og haft er fyrir satt að Trump hafi við það tækifæri sagt við Virtue: „Eina ástæða þess að þú vannst er vegna þess að ég gat ekki spilað.“ Hann bar fyrir sig skyldur sínar sem forseta Bandaríkjanna fyrir að missa af meistaramótinu.

Þannig að þá stakk Trump upp á díl sem Virtue átti erfitt með að standast: 9 holu umspil um klúbbmeistaratitilinn (sem Virtue var þegar búinn að vinna eftir hefðbundna hringi). Eftir óstaðfestum fréttum vann Trump, en sá sig síðan um hönd og sagði að „Þetta væri ekki sanngjarnt – við skulum deila klúbbmeistaratitlinum!“

Og þannig er það að í Trump International eru 2 klúbbmeistarar Trump og Virtue árið 2018. Síðan gleymdist bara að bæta við Co- fyrir framan klúbbmeistari á búningsskáp Trump.

Trump hefir heimsótt klúbb sinn í Flórída 18 sinnum á síðasta ári, sem er hluti af þeirri 161 golfferð sem hann hefir farið í frá því að taka við embætti – og e.t.v. bætir hann úr þessari misritun á búningsskáp sínum í klúbbnum.