Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2019 | 07:00

PGA: Clark kemur í stað Pat Perez á Players

Það er nýliðinn Wyndham Clark, sem fær tækifæri til að spreyta sig á móti vikunnar á PGA Tour, The Players Championship, vegna þess að gamla brýnið Pat Perez sneri sig um öklann í ræktinni og sleit hásin og getur því ekki tekið þátt.

Í gær tvítaði Perez: „Blew out my Acilles. See y´all down the road somewhere.“

Pat Perez

Clark var m.a. í forystu eftir 54 holur á The Honda Classic og náði þeim glæsta árangri að verða T-7 í mótinu, sem er 2. topp-10 árangur hans á nýliðaári hans á PGA Tour.

Spennandi að sjá hvað Clark gerir með Players tækifærið!!! Clark fer af stað á 10. holu kl. 2:30 að staðartíma með Denny McCarthy og Lucas Bjerregaard.

Hægt er að sjá kynningu Golf 1 á Wyndham Clark með því að SMELLA HÉR: 

Nýliðinn Adam Schenk er nú næsti maður inn í The Players mótið ef vera skyldi að einhver dytti út svona á síðustu metrunum – en sjá má kynningu Golf 1 á Schenk með því að SMELLA HÉR: